Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 19:47 Íslensku strákarnir í lok leiksins í dag. Mynd/HSÍ Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. Leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum þar sem sóknarleikurinn var alveg gjaldþrota. Það á að vera nóg til að vinna leik að fá aðeins 24 mörk á sig en sex mörk í seinni hálfleiknum var of mikið fyrir íslenska vörnina að brúa. Ungverjar unnu seinni hálfleikinn með níu mörkum og fara með tvö stig og sex mörk í plús inn í milliriðilinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Eftir tvo frábæra leiki í röð og mikið af flottum frammistöðum var allt annað að sjá til íslensku strákanna í þessum leik. Við erum því að sjá marga tvista að þessu sinni og einn af þeim fór á Aron Pálmarsson sem gjörsamlega gufaði upp í seinni hálfleiknum. Alexander Petersson var enn og ný besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Hann kom að níu mörkum, vann nokkra bolta í vörninni og reyndi sem hann gat. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (8 varin skot- 45:48 mín.) Verður ekki sakaður um að hafa ekki reynt. Fékk mikið af mörkum á sig úr opnum færum. Virtist missa móðinn þegar leið á leikinn. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Rússum.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 3 (4 mörk - 49:17 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum. Stóð vaktina varnarlega og var að nýta færin sín vel. Fékk úr litlu að moða í seinni hálfleik þegar leikur íslenska liðsins hrundi.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (4 mörk - 45:27 mín.) Aron byrjaði leikinn ekki vel en náði takti og skilaði þokkalegum fyrri hálfleik. Hann var hins vegar alveg afleitur í þeim síðari, gerði mikið af mistökum, var taktlaus og að því virtist andlaus. Íslenska liðið mátti alls ekki við því þegar hlutirnir voru að ganga illa.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 36:58 mín.) Elvar hefur valdið miklum vonbrigðum á mótinu nema í varnarleiknum. Hann finnur engan takt í sóknarleiknum, virðist hræddur og óöruggir. Hann er allt annað leikmaður en við þekkjum. Hann þarf að fara í naflaskoðun.Alexander Petersson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 58:15 mín.) Langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum og á mótinu til þessa. Reyndi allt hvað hann gat, var stórkostlegur varnarlega en fékk hins vegar litla hjálp í sóknarleiknum ekki síst í síðari hálfleik þar sem leikmennirnir í kringum hann voru nánast statistar.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 2 (1 mark - 30:56 mín.) Fann engan takt í leiknum, komst aldrei inn í leikinn og fékk úr litlu að moða. Virtist á köflum bugaður í leiknum. Vonandi á hann meira inni heldur en hann sýndi á móti Ungverjum í Malmö Arena.Kári Kristjánsson, lína - 2 (2 mörk - 23:38 mín.) Kári er línumaður í sama þyngdarflokki og andstæðingarnir. Honum gekk hins vegar erfiðlega að koma sér í stöðu og menn hreinlega fundu hann ekki á línunni. Hann náði ekki að opna fyrir samherja sína eins og hann hefur gert í fyrstu tveimur leikjunum. Hann átti ekki góðan leik.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (4 stopp - 34:00 mín.) Hefur verið jafnbesti leikmaður íslenska liðsins í varnarleiknum þar sem hann hefur borið af ásamt Alexander. Fær hins vegar fá tækifæri í sókninni. Það var þó reynt gegn Ungverjum en því miður í of skamman tíma.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 19:38 mín.) Janus Daði skilaði skínandi verki gegn Rússum og byrjaði vel í leiknum gegn Ungverjum. Það fjaraði fljótt undan honum. Hann var í vandræðum gegn líkamlega sterku liði og af honum stafaði engin ógn.Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (2 varin skot- 11:16 mín.) Viktor Gísli þurfti að koma inn af bekknum og berja í brestina. Hann reyndi hvað hann gat og enginn efast um hæfileikana. Reynslan kom hins vegar berlega í ljós því þar skortir honum leiki og mínútur.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 14:25 mín.) Verður ekki sakaður um að standa sig ekki í varnarleiknum. Sóknarlega er hann mjög ólíkur sjálfur ef mið er tekið af síðustu mótum. Þetta kannski endurspeglar hans leik í sænsku úrvalsdeildinni í vetur þar sem hann hefur átt mjög misjafna leiki.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Sigvaldi náði ekki að sýna okkur sömu snilld og í síðasta leik. Hann er hins vegar hæfileikaríkur en sviðið í Malmö Arena var einfaldlega of stórt fyrir Sigvalda að þessu sinni.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 2 (0 mörk - 10:30 mín.) Bjarki fékk ekki margar mínútur í leiknum en enginn efast um getuna og þann styrk sem hann býr yfir. Innkoma hans breytti engu í leiknum í kvöld. Mótið er rétt að byrja og við þurfum á honum að halda.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 8:07 mín.) Haukur er ungum að árum og átti ágæta innkomu í leiknum. Það er hins vegar ljóst að honum skortir reynslu til að takast á við verkefnið sem að honum var rétt. Hann mun læra af þessum leik og mæta betri til leiks gegn Slóveníu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Fyrri hálfleikurinn var frábærlega útfærður hjá landsliðsþjálfaranum og það er í raun synd að íslenska liðið hafi ekki verið með meira en þriggja marka forystu í hálfleik. Guðmundur reyndi að finna lausnir í síðari hálfleik og verður ekki sakaður um annað. Var kannski svolítið seinn að bregðast við þegar í harðbakkann sló.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. Leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum þar sem sóknarleikurinn var alveg gjaldþrota. Það á að vera nóg til að vinna leik að fá aðeins 24 mörk á sig en sex mörk í seinni hálfleiknum var of mikið fyrir íslenska vörnina að brúa. Ungverjar unnu seinni hálfleikinn með níu mörkum og fara með tvö stig og sex mörk í plús inn í milliriðilinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Eftir tvo frábæra leiki í röð og mikið af flottum frammistöðum var allt annað að sjá til íslensku strákanna í þessum leik. Við erum því að sjá marga tvista að þessu sinni og einn af þeim fór á Aron Pálmarsson sem gjörsamlega gufaði upp í seinni hálfleiknum. Alexander Petersson var enn og ný besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Hann kom að níu mörkum, vann nokkra bolta í vörninni og reyndi sem hann gat. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (8 varin skot- 45:48 mín.) Verður ekki sakaður um að hafa ekki reynt. Fékk mikið af mörkum á sig úr opnum færum. Virtist missa móðinn þegar leið á leikinn. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Rússum.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 3 (4 mörk - 49:17 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum. Stóð vaktina varnarlega og var að nýta færin sín vel. Fékk úr litlu að moða í seinni hálfleik þegar leikur íslenska liðsins hrundi.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (4 mörk - 45:27 mín.) Aron byrjaði leikinn ekki vel en náði takti og skilaði þokkalegum fyrri hálfleik. Hann var hins vegar alveg afleitur í þeim síðari, gerði mikið af mistökum, var taktlaus og að því virtist andlaus. Íslenska liðið mátti alls ekki við því þegar hlutirnir voru að ganga illa.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 36:58 mín.) Elvar hefur valdið miklum vonbrigðum á mótinu nema í varnarleiknum. Hann finnur engan takt í sóknarleiknum, virðist hræddur og óöruggir. Hann er allt annað leikmaður en við þekkjum. Hann þarf að fara í naflaskoðun.Alexander Petersson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 58:15 mín.) Langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum og á mótinu til þessa. Reyndi allt hvað hann gat, var stórkostlegur varnarlega en fékk hins vegar litla hjálp í sóknarleiknum ekki síst í síðari hálfleik þar sem leikmennirnir í kringum hann voru nánast statistar.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 2 (1 mark - 30:56 mín.) Fann engan takt í leiknum, komst aldrei inn í leikinn og fékk úr litlu að moða. Virtist á köflum bugaður í leiknum. Vonandi á hann meira inni heldur en hann sýndi á móti Ungverjum í Malmö Arena.Kári Kristjánsson, lína - 2 (2 mörk - 23:38 mín.) Kári er línumaður í sama þyngdarflokki og andstæðingarnir. Honum gekk hins vegar erfiðlega að koma sér í stöðu og menn hreinlega fundu hann ekki á línunni. Hann náði ekki að opna fyrir samherja sína eins og hann hefur gert í fyrstu tveimur leikjunum. Hann átti ekki góðan leik.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (4 stopp - 34:00 mín.) Hefur verið jafnbesti leikmaður íslenska liðsins í varnarleiknum þar sem hann hefur borið af ásamt Alexander. Fær hins vegar fá tækifæri í sókninni. Það var þó reynt gegn Ungverjum en því miður í of skamman tíma.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 19:38 mín.) Janus Daði skilaði skínandi verki gegn Rússum og byrjaði vel í leiknum gegn Ungverjum. Það fjaraði fljótt undan honum. Hann var í vandræðum gegn líkamlega sterku liði og af honum stafaði engin ógn.Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (2 varin skot- 11:16 mín.) Viktor Gísli þurfti að koma inn af bekknum og berja í brestina. Hann reyndi hvað hann gat og enginn efast um hæfileikana. Reynslan kom hins vegar berlega í ljós því þar skortir honum leiki og mínútur.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 14:25 mín.) Verður ekki sakaður um að standa sig ekki í varnarleiknum. Sóknarlega er hann mjög ólíkur sjálfur ef mið er tekið af síðustu mótum. Þetta kannski endurspeglar hans leik í sænsku úrvalsdeildinni í vetur þar sem hann hefur átt mjög misjafna leiki.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Sigvaldi náði ekki að sýna okkur sömu snilld og í síðasta leik. Hann er hins vegar hæfileikaríkur en sviðið í Malmö Arena var einfaldlega of stórt fyrir Sigvalda að þessu sinni.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 2 (0 mörk - 10:30 mín.) Bjarki fékk ekki margar mínútur í leiknum en enginn efast um getuna og þann styrk sem hann býr yfir. Innkoma hans breytti engu í leiknum í kvöld. Mótið er rétt að byrja og við þurfum á honum að halda.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 8:07 mín.) Haukur er ungum að árum og átti ágæta innkomu í leiknum. Það er hins vegar ljóst að honum skortir reynslu til að takast á við verkefnið sem að honum var rétt. Hann mun læra af þessum leik og mæta betri til leiks gegn Slóveníu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Fyrri hálfleikurinn var frábærlega útfærður hjá landsliðsþjálfaranum og það er í raun synd að íslenska liðið hafi ekki verið með meira en þriggja marka forystu í hálfleik. Guðmundur reyndi að finna lausnir í síðari hálfleik og verður ekki sakaður um annað. Var kannski svolítið seinn að bregðast við þegar í harðbakkann sló.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44