Handbolti

Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Ýmir Örn Gíslason stóð í ströngu í íslensku vörninni gegn Slóveníu í dag. Eftir kaflaskiptan leik tapaði Ísland með þremur mörkum, 27-30.

„Við náðum góðum kafla í fyrri hálfleik og vorum á góðu skriði í vörninni. Mér fannst þeir ekki eiga auðvelt með að komast í gegnum okkur þegar við náðum að stilla upp. Vörnin datt svo aðeins niður í seinni hálfleik og þetta er grautfúlt,“ sagði Ýmir við Vísi eftir leik.

En hvað fannst honum skilja liðin að í dag? „Ég veit það ekki. Það eru litlu hlutirnir,“ sagði Ýmir.

Hann segir að það hafi verið krefjandi að spila vörnina gegn klókum leikmönnum Slóvena.

„Þetta var skemmtilegur leikur varnarlega, nóg af mönnum að glíma við og máta sig við. Mér fannst það takast ágætlega,“ sagði Ýmir.

Ísland hefur nú tapað tveimur leikjum í röð á EM eftir að hafa unnið fyrstu tvo.

„Það verður ekkert mál að rífa sig upp. Það er bara upp með hausinn og við ætlum að vinna næsta leik. Það er ekkert flóknara,“ sagði Ýmir.

„Við eigum enn möguleika á að komast í Ólympíuumspilið og það er markmiðið. Við þurfum að vinna alla leikina sem við eigum eftir.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.