Handbolti

Aron: Því miður hef ég ekki náð að fylgja því eftir

Anton Ingi Leifsson skrifar

Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, var súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Slóveníu í fyrsta leik liðsins í milliriðli.

„Þetta var næstum því leikur. Við byrjum hrikalega illa og skjótum markverðina þeirra í gang,“

„Þeir voru pödduflatir á okkur. Við vorum með fín kerfi og góða skotmenn í það en við vorum að klikka. Við gáfum þessa forystu í byrjun.“

„Við komum svo sterkir inn síðasta korterið og náðum að jafna leikinn en svo eru þeir bara klókir í þessari stöðu.“

„Þeir kunna á þessa jöfnu leiki og að vera með 2-3 marka forskot. Síðan réðum við illa við miðjumanninn hjá þeim.“

Aron hefur ekki náð sér á strik eftir frábæra byrjun í mótinu.

„Því miður hef ég ekki náð að fylgja því eftir. Það er undir mér komið að draga það fram í mér fyrir næsta leik,“ en hvernig ætlar hann að gera það?

„Með því að skora tíu mörk og gefa tíu stoðsendingar. Það þarf að hugsa vel um sig og gíra sig almennilega inn í þetta og finna lausnir. Gera þetta bara betur. Það er ekkert flóknara.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.