Handbolti

Janus Daði: Agalega svekktur með þetta tap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 27-30, í fyrsta leik sínum í milliriðli á EM 2020 í dag.

„Við vorum ógeðslega spenntir fyrir leiknum og mér fannst við berjast. Þegar uppi er staðið er svekkjandi að tapa með þremur mörkum,“ sagði Janus í samtali við Vísi eftir leik.

Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti 2-7 undir.

„Við þurftum að komast í takt. Við jöfnuðum í fyrri hálfleik en ég er agalega svekktur með þetta tap. Það voru fullt af hlutum sem við gátum gert betur,“ sagði Janus.

Janus sagði að Íslendingar hefðu klúðrað of mörgum færum í leiknum.

„Við sköpuðum okkur færi nema þegar við tókum stundum óöguð skot of snemma. Það virkar yfirleitt ekki. Svo klikkuðum við á dauðafærum,“ sagði Janus.

Næsti leikur Íslands er gegn spútniksliði Portúgals á sunnudaginn.

„Portúgalir eru frábærir. Öll liðin sem eru eftir á mótinu eru frábær. Það geta allir unnið alla. Við þurfum að hvíla og bæta okkar leik,“ sagði Janus.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×