Handbolti

Vranjes: Þeir spila maður á mann vörn og verða þreyttir

Anton Ingi Leifsson skrifar

Ljubomir Vranjes, þjálfari slóvenska landsliðsins, segir að góð markvarsla hafi skilað sigrinum gegn Íslandi í dag.

„Þetta eru alltaf litlir hlutir sem skilja liðin að. Markvörðurinn okkar var góður á mikilvægum augnablikum,“ sagði þjálfarinn efitr leikinn.

Vranjes segir að mikil orka fari í varnarleik Íslands og þeir hafi orðið þreyttir.

„Þeir spila maður á móti manni allan tímann og þeir verða þreyttir en í síðari hálfleiknum féllum við frá hvor öðrum í varnarleiknum.“

„Þeir komust í gegn en mér finnst við hafa spilað mjög vel í dag. Þetta er erfitt mót og Ísland er gott lið. Mér fannst við gera frábæra hluti að ná í tvö stig.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.