Sport

Gisti hjá eigandanum og fékk starfið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
McCarthy og Garrett. McCarthy fer nú yfir í bláa jakkann.
McCarthy og Garrett. McCarthy fer nú yfir í bláa jakkann. vísir/getty

Dallas Cowboys er búið að finna nýjan þjálfara samkvæmt öllum helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna.

Sá heitir Mike McCarthy og er 56 ára gamall. Hann var síðast þjálfari hjá Green Bay Packers og þjálfaði liðið frá 2006 til 2018. Undir hans stjórn vann Packers Super Bowl árið 2010.

Í gær var loksins greint frá því að búið væri að reka Jason Garrett frá Cowboys en alla helgina var Dallas samt að tala við mögulega arftaka hans.

Þar á meðal McCarthy sem er sagður hafa gist heima hjá Jerry Jones síðasta laugardag. Þeir hafa líklega gert sér glaðan dag og síðan skrifað undir samning.

McCarthy verður níundi þjálfarinn í sögu Kúrekanna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×