Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2020 11:22 Margir hafa gripið til þess ráðs að nota taugrímur. Getty/Noam Galai Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. Skortur er á rannsóknum á gagnsemi taugríma, en þær geta þó verið betri en ekki neitt, leyfi aðstæður ekki annað. Þetta kemur fram á Vísindavefnum þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort taugrímur dugi til að verjast Covid-19. „Í stuttu máli vitum við að taugrímur virka ekki eins vel og skurðgrímur eða veirugrímur. Hins vegar geta þær verið betra en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað,“ segir á Vísindavefnum. Þar kemur einnig fram að almennt ætti að forðast taugrímur úr teygjanlegu efni, sem getur verið með breytilega síunargetu og þoli illa þvott. Einföld blanda af bómull og silki virðist hafa síunargetu sem er ekki ýkja langt frá skurðgrímum, og gott sé að miða við að taugríman sé minnst þriggja eða fjögurra laga, svo virkni grímunnar sé hámörkuð. Samantekið ættu eftirfarandi atriði að gilda um notkun taugríma að því er fram kemur á vísindavefnum. Aðeins nota þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni. Aðeins nota þegar ekki er hægt að nálgast einnota skurðgrímur. Þær þurfa að vera að minnsta kosti þriggja laga, helst með einu lagi úr þéttri bómull (innsta lagið) og tvö lög úr öðru, þéttu efni (til dæmis pólýester). Engin samnýting á grímum - hver á sína grímu. Þvo daglega. Þvo hendur reglulega með sápu og vatni.Taugrímur á aldrei að nota í stað skurðgríma í hááhættuaðstæðum (til dæmis á spítölum eða hjúkrunarheimilum). Nota á réttan hátt, samanber reglurnar hér að neðan Einnig er bent á almennar leiðbeiningar við notkun taugríma, sem gildi einnig um notkun á skurðgrímum. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn, og liggja þétt að andliti. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður. Þvo skal hendur eftir að gríman hefur verið tekin niður. Taugrímur þarf að þvo daglega. Nákvæm aðferð fer eftir gerð grímu en í flestum tilfellum er hefðbundinn þvottur í þvottavél ásættanlegur. Við aðstæður þar sem skylt er að nota andlitsgrímur líkt og skilgreint er í auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna Covid-19 er tekið fram að aðeins skal nota grímur sem uppfylla kröfur evrópsku staðlasamtakanna (CEN) og hefur sóttvarnalæknir jafnframt sett nánari leiðbeiningar þar að lútandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. Skortur er á rannsóknum á gagnsemi taugríma, en þær geta þó verið betri en ekki neitt, leyfi aðstæður ekki annað. Þetta kemur fram á Vísindavefnum þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort taugrímur dugi til að verjast Covid-19. „Í stuttu máli vitum við að taugrímur virka ekki eins vel og skurðgrímur eða veirugrímur. Hins vegar geta þær verið betra en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað,“ segir á Vísindavefnum. Þar kemur einnig fram að almennt ætti að forðast taugrímur úr teygjanlegu efni, sem getur verið með breytilega síunargetu og þoli illa þvott. Einföld blanda af bómull og silki virðist hafa síunargetu sem er ekki ýkja langt frá skurðgrímum, og gott sé að miða við að taugríman sé minnst þriggja eða fjögurra laga, svo virkni grímunnar sé hámörkuð. Samantekið ættu eftirfarandi atriði að gilda um notkun taugríma að því er fram kemur á vísindavefnum. Aðeins nota þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni. Aðeins nota þegar ekki er hægt að nálgast einnota skurðgrímur. Þær þurfa að vera að minnsta kosti þriggja laga, helst með einu lagi úr þéttri bómull (innsta lagið) og tvö lög úr öðru, þéttu efni (til dæmis pólýester). Engin samnýting á grímum - hver á sína grímu. Þvo daglega. Þvo hendur reglulega með sápu og vatni.Taugrímur á aldrei að nota í stað skurðgríma í hááhættuaðstæðum (til dæmis á spítölum eða hjúkrunarheimilum). Nota á réttan hátt, samanber reglurnar hér að neðan Einnig er bent á almennar leiðbeiningar við notkun taugríma, sem gildi einnig um notkun á skurðgrímum. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn, og liggja þétt að andliti. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður. Þvo skal hendur eftir að gríman hefur verið tekin niður. Taugrímur þarf að þvo daglega. Nákvæm aðferð fer eftir gerð grímu en í flestum tilfellum er hefðbundinn þvottur í þvottavél ásættanlegur. Við aðstæður þar sem skylt er að nota andlitsgrímur líkt og skilgreint er í auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna Covid-19 er tekið fram að aðeins skal nota grímur sem uppfylla kröfur evrópsku staðlasamtakanna (CEN) og hefur sóttvarnalæknir jafnframt sett nánari leiðbeiningar þar að lútandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira