Handbolti

Björgvin Páll til liðs við ÍR

Sindri Sverrisson skrifar
Björgvin Páll Rúnarsson er kominn í ÍR.
Björgvin Páll Rúnarsson er kominn í ÍR. mynd/@ir_handbolti

Handknattleiksmaðurinn Björgvin Páll Rúnarsson er genginn til liðs við ÍR og hefur skrifað undir samning til tveggja ára við félagið.

Björgvin, sem er 23 ára, kemur til ÍR frá Fjölni. Hann skoraði 37 mörk í 19 leikjum í Olís-deildinni í vetur en Fjölnismenn enduðu neðstir og féllu niður um deild. Veturinn þar áður var Björgvin næstmarkahæstur í liði Fjölnis með 95 mörk í 18 leikjum þegar liðið vann Grill 66 deildina.

Kristinn Björgúlfsson tók við þjálfun ÍR af Bjarna Fritzsyni eftir síðustu leiktíð, sem lauk fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. ÍR endaði í 6. sæti. ÍR-ingar hafa síðan meðal annars fengið Andra Heimi Friðriksson frá Fram og Gunnar Valdimar Johnsen frá Stjörnunni, en misst sterka leikmenn á borð við Bergvin Þór Gíslason, Svein Andra Sveinsson og Hafþór Vignisson.

Áætlað er að ný leiktíð í Olís-deild karla hefjist 10. september en ÍR tekur á móti ÍBV í fyrstu umferð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×