Sport

„Ég yrði líklega að missa handlegg og fót­legg til að detta út af topp 50“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronnie er einn sá sigursælasti í snókerheiminum.
Ronnie er einn sá sigursælasti í snókerheiminum. vísir/getty

Fimmhaldur heimsmeistari í snóker, Ronnie O'Sullivan, tryggði sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í snóker með 13-10 singri á Ding Junhui.

Það var þó ekki sigurinn sem vakti mesta athygli í gær því viðtalið við Ronnie eftir sigurinn var ansi áhugavert, svo ekki sé meira sagt.

Hann var spurður út í það hvort að það kæmi honum á óvart að hann væri enn að berjast á toppnum 28 árum eftir að hann gerðist atvinnumaður og þetta var svarið hans:

„Líklega ekki ef þú hefðir spurt mig að þessu þá en miðað við gæðin á leiknum, þá já,“ sagði O'Sullivan í samtali við BBC.

„Ef þú lítur á yngri leikmennina sem eru að koma í gegn þá eru þeir ekki góðir. Flestir þeirra spila jafn vel og hálf atvinnumenn, mögulega áhugamenn. Þeir eru svo lélegir.“

„Þú horfir á marga þeirra og hugsar: „Ég þyrfti líklega að missa hand- og fótlegg til þess að detta út af topp 50.“ Það er þess vegna sem við [hann og Mark Williams] sveimum enn yfir, vegna þess hversu lélegt þetta er í þann endann.“

O'Sullivan mætir öðrum reynslubolta, Mark Williams, í átta liða úrslitunum en þeir urðu báðir atvinnumenn í snóker árið 1992.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×