Sport

Eddi­e Hall reyndi við Ólympíu­metið í kúlu­varpi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie Hall með kúluna og undirbýr sig fyrir kast.
Eddie Hall með kúluna og undirbýr sig fyrir kast. mynd/skjáskot/youtube-síða eddie hall

Eddie Hall er ekki bara frambærilegur kraftlyftingarmaður heldur reyndi hann einnig fyrir sér í kúluvarpi um helgina.

Eddie ætlar að boxa við Hafþór Júlíus Björnsson á næsta ári í Las Vegas og eru þeir báðir byrjaðir að undirbúa sig fyrir bardagann.

Englendingurinn er búinn að tálga af sér kílóin, líkt og Hafþór Júlíus, en Eddie ákvað að prófa nýja íþrótt um helgina.

Hann ákvað að skella sér í kúluvarp og reyndi að bæta Ólympíumetið U20 ára í kúluvarpi, sem er 18,7 metrar. 00

Sjón er sögu ríkari en það er ljóst að Eddie á meiri framtíð fyrir sér innan kraftlyftingarheimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×