Sport

Anni­e Mist með augun á heims­leikunum 2021

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir.
Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir

Annie Mist Þórisdóttir missir af heimsleikunum í CrossFit í ár en hún er ófrísk af sínu fyrsta barni.

Annie birti mynd á Instagram síðu sinni í gær þar sem hún rifjaði upp heimsleikana; í Aromas, í Carson og í Madison.

Hún varð fyrsta konan í heiminum til að vinna Crossfit leikana tvisvar í röð en varð heimsmeistari árin 2011 og 2012. Hún varð svo í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014.

„Svo margar ótrúlegar minningar, góðar, erfiðar og sem hafa hjálpað mér að verða að þeirri persónu sem ég er í dag,“ skrifaði Annie á Instagram síðu sína.

„Sár að missa af leikunum 2020 en ég er með augun á 2021,“ bætti hún svo við.

Hún er þar af leiðandi ekki af baki dottin og ætlar að koma sér enn sterkari til baka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.