Sport

Haf­þór and­stuttur af mæði á boxæfingu og sofnaði á húð­flúr­stofu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hafþór á fullu á æfingunni.
Hafþór á fullu á æfingunni. mynd/skjáskot

Hafþór Júlíus Björnsson birti eitt af fyrstu myndböndunum af sér æfa box í gær á YouTube síðuna sína þar sem tæplega 500 þúsund manns fylgja með.

Flestir bíða með eftirvæntingu eftir boxbardaganum milli kraftajötnanna Hafþórs og Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en vinátta þeirra er ekki mikil.

Hafþór birti eins og áður segir myndband af sér á YouTube í gær þar sem hann fór yfir boxhreyfingarnar með boxþjálfara sínum.

Hafþór hefur ráðið þjálfara úr hnefaleikastöðinni Æsi og mun hann hjálpa honum fram að bardaganum en hann hefur nægan tíma til að vinna með Hafþór enda rúmt ár í bardagann.

Það er ljóst að það verður ólíklegt að þeir Hafþór og Eddie endist allar loturnar en púlsinn var kominn ansi hátt upp hjá Hafþóri á boxæfingunni að minnsta kosti.

Hafþór er um helgina að fara að keppa í Sterkasti maður Íslands sem fer fram á Selfossi en hann hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar staðið uppi sem sigurvegari í þeirri keppni.

Brot af æfingunni má sjá hér að neðan þar sem einnig má sjá þegar Hafþór bætti á sig einu húðflúrinu enn. Þar sem meira er að hann sofnaði á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×