Öll áhersla lögð á að skólahald verði með hefðbundnum hætti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 19:01 Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. Nú þegar fáar vikur eru þar til skólahald hefst á ný ríkir enn óvissa um hvernig því verður háttað. Menntamálaráðherra mun funda með sóttvarnaryfirvöldum á morgun til að fara yfir stöðuna. „Stjórnvöld leggja núna allt kapp á það að skólahald hefjist með hefðbundnum hætti. Við höfum verið að fara í hertar aðgerðir meðal annars til að tryggja það að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Núverandi takmarkanir gilda til 13. ágúst. Þær eiga ekki við um börn á grunnskólaaldri en verði þær framlengdar eða hertar þarf mögulega að grípa til fjarkennslu á ný, hið minnsta á efri skólastigum. Samkvæmt skólastjórnendum er verið að undirbúa tvær sviðsmyndir; fjarkennslu og hefðbundna kennslu. Skólastjórnendur og kennarar í framhaldsskólum búa sig undir tvær sviðsmyndir í haust; hefðbundið skólahald og fjarkennslu.Vísir/Daníel Verði hefðbundið skólahald ekki mögulegt er samkvæmt heimildum fréttastofu lögð mikil áhersla á að nemendur sem eru að hefja skólagöngu í framhaldsskóla geti mætt í skólann. Ráðherra segist ekki geta tjáð sig um hvort undanþága frá sóttvarnarreglum væri möguleg í þágu skólastarfs. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti. Við erum að vonast til að þær aðgerðir sem við höfum ráðist í á síðustu dögum skili þeim árangri að við getum slakað einhverju til. En mestu máli skipti að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja. Hún segir þó hægt að draga lærdóm af fyrirkomulaginu í vor og telur að kennsluhættir verði samræmdir í ríkari mæli verði farið í fjarkennslu. Nú þegar aðsókn í skóla er að aukast sé mikilvægt að geta tekið á móti nemendum. „Það er mikil fjölgun á háskólastigi, það er mikil fjölgun í iðnnám og í starfsnám. Það er mjög brýnt að fólkið okkar sem hefur áhuga á að mennta sig hafi kost á því. Þannig ég legg höfuðáherslu á að þetta gangi eftir," segir Lilja. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. Nú þegar fáar vikur eru þar til skólahald hefst á ný ríkir enn óvissa um hvernig því verður háttað. Menntamálaráðherra mun funda með sóttvarnaryfirvöldum á morgun til að fara yfir stöðuna. „Stjórnvöld leggja núna allt kapp á það að skólahald hefjist með hefðbundnum hætti. Við höfum verið að fara í hertar aðgerðir meðal annars til að tryggja það að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Núverandi takmarkanir gilda til 13. ágúst. Þær eiga ekki við um börn á grunnskólaaldri en verði þær framlengdar eða hertar þarf mögulega að grípa til fjarkennslu á ný, hið minnsta á efri skólastigum. Samkvæmt skólastjórnendum er verið að undirbúa tvær sviðsmyndir; fjarkennslu og hefðbundna kennslu. Skólastjórnendur og kennarar í framhaldsskólum búa sig undir tvær sviðsmyndir í haust; hefðbundið skólahald og fjarkennslu.Vísir/Daníel Verði hefðbundið skólahald ekki mögulegt er samkvæmt heimildum fréttastofu lögð mikil áhersla á að nemendur sem eru að hefja skólagöngu í framhaldsskóla geti mætt í skólann. Ráðherra segist ekki geta tjáð sig um hvort undanþága frá sóttvarnarreglum væri möguleg í þágu skólastarfs. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti. Við erum að vonast til að þær aðgerðir sem við höfum ráðist í á síðustu dögum skili þeim árangri að við getum slakað einhverju til. En mestu máli skipti að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja. Hún segir þó hægt að draga lærdóm af fyrirkomulaginu í vor og telur að kennsluhættir verði samræmdir í ríkari mæli verði farið í fjarkennslu. Nú þegar aðsókn í skóla er að aukast sé mikilvægt að geta tekið á móti nemendum. „Það er mikil fjölgun á háskólastigi, það er mikil fjölgun í iðnnám og í starfsnám. Það er mjög brýnt að fólkið okkar sem hefur áhuga á að mennta sig hafi kost á því. Þannig ég legg höfuðáherslu á að þetta gangi eftir," segir Lilja.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira