Sport

Anni­e nálgast 40. viku og segir „hreyfinguna tak­markaða þessa daganna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Annie heldur áfram að taka á því.
Annie heldur áfram að taka á því. mynd/instagram

Það styttist í að CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir eignist sitt fyrsta barn en hún er gengin rúmlega 39 vikur.

Annie Mist hefur verið dugleg að leyfa þeim milljón manns sem fylgja henni á Instagram að sjá hvernig hún hefur verið að æfa á meðgöngunni.

Í gær birti hún nokkur myndbönd af sér á æfingunni en hún segir þó að æfingunum hafi fækkað.

„Hreyfingin er að verða mjög takmörkuð þessa daganna en ég get alltaf hjólað og ég nýt þess,“ skrifaði Annie.

„Ég þarf ekki að fara hratt til þess að hjartslátturinn fari upp en það þýðir bara að það sé auðvelt fyrir mig að ná mikilli vinnu,“ bætti Annie við.

Hún lét svo fylgja hvað hún gerði á æfingunni sinni sem má sjá í færslunni hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.