Körfubolti

Þór Akureyri loks búið að ráða þjálfara

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýr þjálfari Þórs í körfunni.
Nýr þjálfari Þórs í körfunni. Vísir/Þór Akureyri

Körfuknattleiksdeild Þórs Akureyrar tilkynnti í dag að félagið væri búið að ráða þjálfara fyrir komandi tímabilí Domino´s deild karla. Sá heitir Andrew Johnson. 

Hinn 55 ára gamli Johnson kemur frá Bandaríkjunum en hefur áður þjálfað á Íslandi. Hann þjálfaði bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá Keflavík frá 2013 til 2014. Hann semur við Þórsarar til þriggja ára og hefur störf þann 15. ágúst.

Þór Akureyri fær Keflavík í heimsókn í 1. umferð Domino´s deildarinnar þann 1. október næstkomandi.

„Við í stjórninni erum gríðarlega ánægð að geta tilkynnt ráðningu Andy's. Að fá þjálfara með svo mikla reynslu og þekkingu er gríðarlega dýrmætt fyrir félagið. Andy er traustur leiðtogi sem veit hvað þarf til að ná árangri og mun efla okkar unga lið og skapa góða liðsheild," segir Hjálmar Pálsson formaður körfuknattleiksdeildar í tilkynningu Þórs.

„Hann er frekar varnarsinnaður og leggur upp með að lykilmenn geti skotið boltanum fyrir utan þriggja stiga línuna sem og innan hennar. Hann hefur valið erlenda leikmenn af kostgæfni. Hann er mjög skipulagður og býður af sér góðan þokka. Í hans höndum er ég bjartsýnn fyrir hönd liðsins í vetur,“ segir heimildarmaður Þórs um nýráðinn þjálfara.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.