LeBron tryggði sigur í toppslagnum þegar NBA hófst að nýju Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 07:30 LeBron James á ferðinni gegn LA Clippers í nótt. VÍSIR/GETTY Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. LeBron James gerði gæfumuninn fyrir LA Lakers í lokin á toppslagnum við LA Clippers sem Lakers unnu 103-101. James skoraði síðustu stig Lakers eftir að hafa náð frákastinu eftir eigin skot, og stóð svo vörnina vel í lokasókn Clippers sem endaði með erfiðu skoti Paul George. Anthony Davis var þó atkvæðamestur hjá Lakers með 34 stig en James og Dwight Howard skoruðu 16 stig hvor. James tók auk þess 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 28 stig. Alls eru 22 lið mætt til Disney World og mun hvert þeirra leika átta leiki áður en að 16 liða úrslitakeppni hefst. Fjögur sæti eru enn laus í úrslitakeppninni. Lakers hefur svo gott sem tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar eftir sigurinn í nótt en liðið er með 50 sigra og eru Clippers í 2. sæti með 44 sigra. Leikmenn og þjálfarar krupu á hné Það hefur mikið gengið á frá því að spilað var síðast í NBA-deildinni og auk kórónuveirufaraldursins hefur Black Lives Matter hreyfingin verið áberandi. Leikmenn og þjálfarar létu ekki sitt eftir liggja í nótt og sýndu meðal annars samstöðu með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik. Leikmenn sýndu stuðning við Black Lives Matter hreyfinguna.VÍSIR/GETTY Engir áhorfendur voru á leikjunum og leikmenn þurfa að hlíta ströngum reglum til að fyrirbyggja að upp komi smit hjá einhverju liðanna. Williamson með á ný en lokaskot Ingram geigaði Í hinum leik næturinnar vann Utah Jazz 106-104 sigur á New Orleans Pelicans sem tefldi á ný fram Zion Williamson en hann spilaði 15 mínútur og skoraði 13 stig. Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Jazz með 23 stig Pelicans glutruðu niður 16 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Brandon Ingram fékk tækifæri til að tryggja þeim sigur með flautukörfu. Boltinn rúllaði á hringnum en fór ekki ofan í. Körfubolti NBA Black Lives Matter Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. LeBron James gerði gæfumuninn fyrir LA Lakers í lokin á toppslagnum við LA Clippers sem Lakers unnu 103-101. James skoraði síðustu stig Lakers eftir að hafa náð frákastinu eftir eigin skot, og stóð svo vörnina vel í lokasókn Clippers sem endaði með erfiðu skoti Paul George. Anthony Davis var þó atkvæðamestur hjá Lakers með 34 stig en James og Dwight Howard skoruðu 16 stig hvor. James tók auk þess 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 28 stig. Alls eru 22 lið mætt til Disney World og mun hvert þeirra leika átta leiki áður en að 16 liða úrslitakeppni hefst. Fjögur sæti eru enn laus í úrslitakeppninni. Lakers hefur svo gott sem tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar eftir sigurinn í nótt en liðið er með 50 sigra og eru Clippers í 2. sæti með 44 sigra. Leikmenn og þjálfarar krupu á hné Það hefur mikið gengið á frá því að spilað var síðast í NBA-deildinni og auk kórónuveirufaraldursins hefur Black Lives Matter hreyfingin verið áberandi. Leikmenn og þjálfarar létu ekki sitt eftir liggja í nótt og sýndu meðal annars samstöðu með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik. Leikmenn sýndu stuðning við Black Lives Matter hreyfinguna.VÍSIR/GETTY Engir áhorfendur voru á leikjunum og leikmenn þurfa að hlíta ströngum reglum til að fyrirbyggja að upp komi smit hjá einhverju liðanna. Williamson með á ný en lokaskot Ingram geigaði Í hinum leik næturinnar vann Utah Jazz 106-104 sigur á New Orleans Pelicans sem tefldi á ný fram Zion Williamson en hann spilaði 15 mínútur og skoraði 13 stig. Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Jazz með 23 stig Pelicans glutruðu niður 16 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Brandon Ingram fékk tækifæri til að tryggja þeim sigur með flautukörfu. Boltinn rúllaði á hringnum en fór ekki ofan í.
Körfubolti NBA Black Lives Matter Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira