Handbolti

Díana Dögg til Þýskalands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Díana Dögg var næstmarkahæsti leikmaður Vals á síðasta tímabili.
Díana Dögg var næstmarkahæsti leikmaður Vals á síðasta tímabili. vísir/bára

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur samið við þýska B-deildarliðið BSV Sachsen Zwickau. Undanfarin fjögur ár hefur hún leikið með Val.

Á síðasta tímabili skoraði Díana 70 mörk í átján leikjum í Olís-deild kvenna. Valur var í 2. sæti þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komust Valskonur í undanúrslit Coca Cola-bikarsins þar sem þær töpuðu fyrir Frömurum.

Tímabilið þar á undan, 2018-19, vann Valur þrefalt, varð deildar-, og bikar- og Íslandsmeistari.

Díana, sem er 22 ára, kom til Vals frá ÍBV 2016. Hún var einnig liðtæk í fótbolta og lék 29 leiki og skoraði fimm mörk fyrir ÍBV í efstu deild.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, sem kom frá Stjörnunni í sumar, fær væntanlega það hlutverk að fylla skarð Díönu í stöðu hægri skyttu hjá Val. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.