Sport

Vaidas Zlabys fyrstur allra og Rannveig fyrst kvenna

Andri Eysteinsson skrifar
Frá hlaupaleiðinni í dag.
Frá hlaupaleiðinni í dag. Vísir/Vilhelm

Laugavegshlaupið, 55 kílómetra langt utanvegahlaup milli Landmannalauga og Þórsmerkur er haldið í dag og er það í 24. skipti sem hlaupið er haldið.

533 keppendur eru skráðir til leiks í hlaupið í ár og er hægt að fylgjast með stöðu keppenda á tímatökusíðu Laugavegshlaupsins.

Tékkinn Vaidas Zlabys kom fyrstur í mark á tímanum 04:17:31 en  meistari síðustu ára, Þorbergur Ingi Jónsson neyddist til að hætta keppni vegna meiðsla.

Frakkinn Maxime Sauvageon sem búsettur er hér á landi og hleypur fyrir hlaupahóp HK var annar í mark en þriðji var podcastarinn Snorri Björnsson.

Rannveig Oddsdóttir sigraði í kvennaflokki á tímanum 05:00:37 en á eftir henni kom Anna Berglind Pálmadóttir. Elísabet Margeirsdóttir var svo sú þriðja í mark tuttugu og átta mínútum eftir Rannveigu.

Veðurspá fyrir hlaupið batnaði með tímanum og eru aðstæður nú góðar til hlaupa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×