Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júlí 2020 13:30 Linda Pé fér um víðan völl í viðtalinu. Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún hafi aldrei lesið ævisöguna um sig sem Reynir Traustason skrifaði. „Ég hef aldrei lesið hana eftir að hún kom út… en ef að þessi bók hjálpar einhverjum þá er sigrinum náð,“ segir Linda, sem segist reglulega fá skilaboð frá fólki vegna bókarinnar, sem er nærri 20 ára gömul og er því um tímabil í lífi Lindu sem er talsvert frábrugðið lífi hennar í dag. „Mér finnst þetta var bara einhver allt önnur manneskja, því hún á ekkert sameiginlegt með því hver ég er í dag, eða lífi mínu í dag og mjög langan tíma.” Linda á einstakt samband við einkadóttur sína, sem hún segir vera sinn besta vin. Dóttir hennar er nú 15 ára gömul og er afburðanemandi í skóla, sem dreymir um að flytja til Rússlands í skiptinám og læra rússnesku, sem er erfitt fyrir mömmuna: „Ég var að reyna að múta henni í gær,” segir Linda Í viðtalinu við Sölva talar Linda um allt milli himins og jarðar, eins og atvikið þegar skæruliðar reyndu að ræna henni í El Salvador, tímabilið þegar Baðhúsinu var lokað og þegar hún starfaði sem fyrirsæta, sem hún segir að hafi verið mjög skrýtið. Klippa: Hefur ekki treyst sér að lesa ævisögu sína: Þetta vera bara einhver allt önnur manneskja „Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll og allt of mikið í boði,” segir Linda. Hún segir að Tokyo hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu. „Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,” segir Linda Það hafi verið mjög sérstök reynsla að vera þar sem ung fyrirsæta og Mílanó á Ítalíu hafi líka verið erfiður staður fyrir unga konu í þessum bransa á þessum tíma. „Þú stendur í einhverjum þröngum strætó og þeim finnst bara mjög eðlilegt að klípa þig í rassinn,” segir Linda meðal annars um reynsluna sína þaðan. Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars um viðskiptaferil Lindu, ferðalögin, ævisöguna, skrýtnustu staðina og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún hafi aldrei lesið ævisöguna um sig sem Reynir Traustason skrifaði. „Ég hef aldrei lesið hana eftir að hún kom út… en ef að þessi bók hjálpar einhverjum þá er sigrinum náð,“ segir Linda, sem segist reglulega fá skilaboð frá fólki vegna bókarinnar, sem er nærri 20 ára gömul og er því um tímabil í lífi Lindu sem er talsvert frábrugðið lífi hennar í dag. „Mér finnst þetta var bara einhver allt önnur manneskja, því hún á ekkert sameiginlegt með því hver ég er í dag, eða lífi mínu í dag og mjög langan tíma.” Linda á einstakt samband við einkadóttur sína, sem hún segir vera sinn besta vin. Dóttir hennar er nú 15 ára gömul og er afburðanemandi í skóla, sem dreymir um að flytja til Rússlands í skiptinám og læra rússnesku, sem er erfitt fyrir mömmuna: „Ég var að reyna að múta henni í gær,” segir Linda Í viðtalinu við Sölva talar Linda um allt milli himins og jarðar, eins og atvikið þegar skæruliðar reyndu að ræna henni í El Salvador, tímabilið þegar Baðhúsinu var lokað og þegar hún starfaði sem fyrirsæta, sem hún segir að hafi verið mjög skrýtið. Klippa: Hefur ekki treyst sér að lesa ævisögu sína: Þetta vera bara einhver allt önnur manneskja „Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll og allt of mikið í boði,” segir Linda. Hún segir að Tokyo hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu. „Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,” segir Linda Það hafi verið mjög sérstök reynsla að vera þar sem ung fyrirsæta og Mílanó á Ítalíu hafi líka verið erfiður staður fyrir unga konu í þessum bransa á þessum tíma. „Þú stendur í einhverjum þröngum strætó og þeim finnst bara mjög eðlilegt að klípa þig í rassinn,” segir Linda meðal annars um reynsluna sína þaðan. Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars um viðskiptaferil Lindu, ferðalögin, ævisöguna, skrýtnustu staðina og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira