Fótbolti

Hólm­bert skoraði tvö og tvær ís­lenskar stoð­sendingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmbert Aron fagnar.
Hólmbert Aron fagnar. nettavisen

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvö mörk er Álasund gerði 2-2 jafntefli við Vålerenga á útivelli í norsku úrvalsdeildinni.

Fyrsta markið skoraði Hólmbert á 34. mínútu eftir undirbúning Davíðs Kristjáns Ólafssonar og á 47. mínútu tvöfaldaði Hólmbert forystuna.

Benjamin Stokke minnkaði muninn fyrir Vålerenga á 63. mínútu en stoðsendinguna gaf Matthías Vilhjálmsson. Tveimur mínútum varð allt jafnt er Bard Finne jafnaði og lokatölur 2-2.

Allir Íslendingarnir þrír spiluðu allan leikinn en Vålerenga er með níu stig eftir sex leiki en Álasund er með þrjú stig.

Axel Óskar Andrésson var ónotaður varamaður hjá Viking sem gerði 1-1 jafntefli við Start. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start. Start er með þrjú stig en Viking er í 12. sætinu með fimm stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.