Erlent

Leikstjórinn Joel Schumacher er allur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Schumacher árið 2007.
Schumacher árið 2007. Charley Gallay/Getty

Bandaríski leikstjórinn Joel Schumacher, sem meðal annars leikstýrði tveimur kvikmyndum um Leðurblökumanninn, lést í morgun. Hann hafði glímt við krabbamein í um ár og var 80 ára.

Schumacher leikstýrði fjölda mynda á ferli sínum, en sú fyrsta bar nafnið The Incredible Shrinking Woman og kom út árið 1981. Meðal annarra mynda sem hann leikstýrði voru The Lost Boys, St. Elmo‘s Fire og Falling Down. Alls leikstýrði Schumacher 23 kvikmyndum í fullri lengd á ferlinum.

Meðal þekktustu kvikmynda leikstjórans eru tvær myndir um Leðurblökumanninn (e. Batman). Sú fyrri, Batman Forever, kom út árið 1995. Myndin þénaði meira en 300 milljónir dollara á heimsvísu. Seinni Batman-mynd Schumachers, Batman and Robin, kom út árið 1997.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×