Erlent

Vera Lynn er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Vera Lynn árið 1964.
Vera Lynn árið 1964. Getty

Breska söngkonan Vera Lynn er látin, 103 ára að aldri. Frá þessu greinir Sky News.

Lynn skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún tróð upp fyrir breska hermenn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Árið 2009 varð Lynn elsti listamaðurinn til að ná efsta sæti breska listans þegar safnplatan We’ll Meet Again kom út, en hún var þá 92 ára gömul.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, minnist Lynn á Twitter þar sem hann segir að tónlist hennar verði leikin í dag.

Lynn rataði í fréttirnar í apríl síðastliðinn þegar Elísabet Bretadrottning fór með línur út lagi Lynn, We‘ll Meet Again, í ræðu sinni til þjóðarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

We'll meet again, 

Don't know where,

Don't know when 

But I know we'll meet again some sunny day



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×