Tvö silfur og yfir tíu milljónir til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 08:30 Hér má sjá efsta fólkið á Rogue Invitational mótinu um helgina. Mynd/Rogue Invitational Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson urðu bæði í öðru sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti um helgina og unnu sér þar með bæði inn 5,4 milljónir íslenskra króna. Rogue Invitational er eitt stærsta mót ársins í CrossFit íþróttinni en á það er hreinlega boðið besta CrossFit fólki heims. Árangur á öðrum mótum og þá aðallega heimsleikunum tryggir þeim bestu sæti á Rogue Invitational. Mótið var þó með breyttu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldarins. Það var ekki hægt að halda mótið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og því var ákveðið að breyta því í netmót. Keppnin fór engu að síður fram í beinni og var sýnt frá öllum keppendum frá þeirra eigin heimastöðvum. Sara og Björgvin Karl voru því að gera æfingar sínar hér heima á Íslandi. View this post on Instagram Congratulations to the 2020 Rogue Invitational podium finishers! #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:06pm PDT Sara og Björgvin Karl stóðu sig frábærlega en réðu þó ekki við sigurvegarana, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu og Patrick Vellner frá Kanada sem voru í nokkrum sérflokki og unnu bæði öruggan sigur. Sara og Björgvin Karl komu sér endanlega upp í annað sætið með því að vinna bæði næstsíðustu greinina. Það gaf þeim hvoru um sig 40 þúsund Bandaríkjadali eða meira en 5,4 milljónir íslenskra króna. Tia-Clair Toomey endaði með 630 stig eða 75 fleiri stig en Sara Sigmundsdóttir. Patrick Vellner var líka 75 stigum á undan Björgvini Karli. Björgvin Karl Guðmundsson endaði með jafnmörg stig og Noah Olsen en Björgvin Karl endaði ofar þar sem hann vann fleiri greinar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir kepptu líka á mótinu. Kartrín Tanja varð í 13. sæti en Þuríður Erla varð að sætta sig við 16. og næstsíðasta sætið. Katrín Tanja fékk 300 stig en Þuríður Erla var með 275 stig, tíu stigum á undan Cheryl Nasso sem endaði í neðsta sætinu. View this post on Instagram 2020 Rogue Invitational Final Results. The competition looked a little different this year, but the athletes rose to the occasion proving you don t need a roaring crowd or a stadium floor to make a memorable event. Thank you to all of the athletes, our partners and to everybody watching this weekend. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:46pm PDT CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson urðu bæði í öðru sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti um helgina og unnu sér þar með bæði inn 5,4 milljónir íslenskra króna. Rogue Invitational er eitt stærsta mót ársins í CrossFit íþróttinni en á það er hreinlega boðið besta CrossFit fólki heims. Árangur á öðrum mótum og þá aðallega heimsleikunum tryggir þeim bestu sæti á Rogue Invitational. Mótið var þó með breyttu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldarins. Það var ekki hægt að halda mótið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og því var ákveðið að breyta því í netmót. Keppnin fór engu að síður fram í beinni og var sýnt frá öllum keppendum frá þeirra eigin heimastöðvum. Sara og Björgvin Karl voru því að gera æfingar sínar hér heima á Íslandi. View this post on Instagram Congratulations to the 2020 Rogue Invitational podium finishers! #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:06pm PDT Sara og Björgvin Karl stóðu sig frábærlega en réðu þó ekki við sigurvegarana, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu og Patrick Vellner frá Kanada sem voru í nokkrum sérflokki og unnu bæði öruggan sigur. Sara og Björgvin Karl komu sér endanlega upp í annað sætið með því að vinna bæði næstsíðustu greinina. Það gaf þeim hvoru um sig 40 þúsund Bandaríkjadali eða meira en 5,4 milljónir íslenskra króna. Tia-Clair Toomey endaði með 630 stig eða 75 fleiri stig en Sara Sigmundsdóttir. Patrick Vellner var líka 75 stigum á undan Björgvini Karli. Björgvin Karl Guðmundsson endaði með jafnmörg stig og Noah Olsen en Björgvin Karl endaði ofar þar sem hann vann fleiri greinar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir kepptu líka á mótinu. Kartrín Tanja varð í 13. sæti en Þuríður Erla varð að sætta sig við 16. og næstsíðasta sætið. Katrín Tanja fékk 300 stig en Þuríður Erla var með 275 stig, tíu stigum á undan Cheryl Nasso sem endaði í neðsta sætinu. View this post on Instagram 2020 Rogue Invitational Final Results. The competition looked a little different this year, but the athletes rose to the occasion proving you don t need a roaring crowd or a stadium floor to make a memorable event. Thank you to all of the athletes, our partners and to everybody watching this weekend. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:46pm PDT
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Sjá meira