Körfubolti

Michael Jordan tjáir sig um morðið á George Floyd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Michael Jordan hefur fengið sig fullsaddan af ofbeldinu sem er inngróið í bandarískt samfélag.
Michael Jordan hefur fengið sig fullsaddan af ofbeldinu sem er inngróið í bandarískt samfélag. Vísir/AP

Michael Jordan, einn frægasti íþróttamaður allra tíma, og eigandi Charlotte Bobcats í NBA-deildinni hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar mótmælanna og óeirðanna í Bandaríkjunum.

Jordan hefur ekki verið þekktur fyrir að tjá sig um eldfim málefni en í þáttunum The Last Dance á Netflix sagði hann til að mynda „Republicans buy sneakers too“ eða einfaldlega repúblikanar kaupa líka strigaskó. Er hann þar að vitna í Air Jordan merki sitt sem er líklega ein vinsælasta fatalína Nike. 

Nú virðist sem Jordan hafi fengið nóg enda hafa Bandaríkin nánast staðið í ljósum logum síðan George Floyd var myrtur af lögreglumanni í Minneapolis. Gaf hann út eftirfarandi tilkynningu í gegnum Twitter-síðu sína.

„Ég er sorgmæddur og einfaldlega reiður. Ég stend með þeim sem hafa ákveðið að stíga upp gegn þessari áralöngu kúgun. Kynþáttafordómar og ofbeldi í garð litaðs fólks er rótgróið vandamál í Bandaríkjunum og nú höfum við einfaldlega fengið nóg,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Jordan.

„Við þurfum öll að vera hluti af lausninni og við verðum að vinna saman í átt að réttlæti fyrir alla,“ segir hann ennfremur. Þá birti Nike mjög áhrifamikla auglýsingu sem sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.