Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 23:15 Mahomes (15) fer sáttur að sofa í nótt. Vísir/Getty Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Leikurinn byrjaði þó nokkuð brösuglega hjá Chiefs en Titans komust í 10-0 í fyrsta leikhluta. Chiefs náðu inn snertimarki áður en Dennis Kelly skoraði sögulegt snertimark fyrir Titans. Hann varð þar með þyngsti leikmaður í sögu NFL til að skora snerti mark en hann er skráður 321 pund eða 145 kílógrömm. Staðan því 17-7 Titans í vil þegar fyrsta leikhluta lauk. Í öðrum leikhluta tók Mahomes til sinna ráða en fyrst henti hann fyrir snertimarki þegar Tyreek Hill greip sendingu frá honum og svo undir lok leikhlutans skoraði Mahomes sjálfur hreint út sagt ótrúlegt snertimark. MAHOMES MAGIC (via @NFL) pic.twitter.com/4SaZOCOoht — ESPN (@espn) January 19, 2020 Staðan því 21-14 Chiefs í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Chiefs bættu í forystuna í þriðja leikhluta með snertimarki og staðan því 28-14 fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Þeir gerðu nánast út um leikinn strax í upphafi síðasta fjórðungs þegar Mahomes átti magnaða sendingu sem Damian Williams gat ekki annað en gripið. Staðan orðin 35-14 og leikurinn svo gott sem búinn. MAHOMES IS A CHEAT CODE! pic.twitter.com/RnY3CNxkxo— Complex Sports (@ComplexSports) January 19, 2020 Titans tókst að minnka muninn í 35-24 en nær komust þeir ekki og Chiefs því komnir í leikinn um Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár eða síðan 1970. Alls kastaði Mahomes fyrir þremur snertimörkum ásamt því að ná einu sjálfur. Síðar í nótt mætast svo Green Bay Packers og San Francisco 49ers. NFL Ofurskálin Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Leikurinn byrjaði þó nokkuð brösuglega hjá Chiefs en Titans komust í 10-0 í fyrsta leikhluta. Chiefs náðu inn snertimarki áður en Dennis Kelly skoraði sögulegt snertimark fyrir Titans. Hann varð þar með þyngsti leikmaður í sögu NFL til að skora snerti mark en hann er skráður 321 pund eða 145 kílógrömm. Staðan því 17-7 Titans í vil þegar fyrsta leikhluta lauk. Í öðrum leikhluta tók Mahomes til sinna ráða en fyrst henti hann fyrir snertimarki þegar Tyreek Hill greip sendingu frá honum og svo undir lok leikhlutans skoraði Mahomes sjálfur hreint út sagt ótrúlegt snertimark. MAHOMES MAGIC (via @NFL) pic.twitter.com/4SaZOCOoht — ESPN (@espn) January 19, 2020 Staðan því 21-14 Chiefs í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Chiefs bættu í forystuna í þriðja leikhluta með snertimarki og staðan því 28-14 fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Þeir gerðu nánast út um leikinn strax í upphafi síðasta fjórðungs þegar Mahomes átti magnaða sendingu sem Damian Williams gat ekki annað en gripið. Staðan orðin 35-14 og leikurinn svo gott sem búinn. MAHOMES IS A CHEAT CODE! pic.twitter.com/RnY3CNxkxo— Complex Sports (@ComplexSports) January 19, 2020 Titans tókst að minnka muninn í 35-24 en nær komust þeir ekki og Chiefs því komnir í leikinn um Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár eða síðan 1970. Alls kastaði Mahomes fyrir þremur snertimörkum ásamt því að ná einu sjálfur. Síðar í nótt mætast svo Green Bay Packers og San Francisco 49ers.
NFL Ofurskálin Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira