Gilda lög í vopnuðum átökum? Brynhildur Bolladóttir skrifar 8. janúar 2020 13:00 Þónokkuð hefur verið fjallað um orð Trump Bandaríkjaforseta um að hann hafi áætlanir um 52 írönsk skotmörk í hernaðarlegum aðgerðum, mörg þeirra mikilvæg í íranskri menningu. Eflaust spyrja sig margir hvers vegna þetta skipti máli og hvort Trump megi ekki bara gera það sem hann vill? Gilda einhver lög í stríði? Stutta svarið er já, í vopnuðum átökum gilda lög. Alþjóðleg mannúðarlög gilda á tímum ófriðar, þau helgast bæði af venjurétti sem og Genfarsamningunum svokölluðu sem urðu 70 ára á síðasta ári sem og þremur viðbótarbókunum við þá auk annarra mikilvægra samninga á sviði mannúðarlaga. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari Genfarsamninganna frá 1949 og viðauka við þá. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Menningarverðmæti líkt og söfn, sögulegar minjar eða fornleifar eru hluti af sjálfsmynd fólks og njóta einnig verndar. Árásir á menningarverðmæti eru svo miklu meira en eyðilegging á múrsteinum, viði eða steypu. Þær eru árásir á sjálfsmynd, minni og sögu, reisn og framtíð komandi kynslóða. Hvað segja alþjóðleg mannúðarlög um menningarverðmæti í stríði? Alþjóðleg mannúðarlög skylda aðila vopnaðra átaka til að vernda og virða menningarverðmæti. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er óheimilt að ráðast á menningarverðmæti eða nota í hernaðarlegum tilgangi, nema hernaðarleg nauðsyn krefjist þess. Ennfremur mega aðilar að átökunum ekki hertaka, eyðileggja eða skemma menningarverðmæti og verða að stöðva þjófnað, skothríð eða skemmdarverk sem beinast gegn slíkum verðmætum. Fylgifiskur þess að glata menningarverðmætum er að fólk, samfélög og þjóðfélög glatar þeim og sögunni. Til að setja þetta í eitthvað samhengi sem við getum mögulega skilið þá má nefna nokkur dæmi um staði sem okkur þykir vænt um og viljum halda. Árbæjarsafn. Þjóðveldisbærinn á Stöng. Listasafn Íslands. Þjóðminjasafnið. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu. Hallgrímskirkja. Þá reikar hugurinn til Parísar og Notre Dame sem brann á síðasta ári og heimurinn fylgdist með. Þar var vissulega ekki um skotmark vopnaðra átaka að ræða en bruni hennar hafði áhrif langt út fyrir landsteina Frakklands. Kveðið er á um lagalega vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum bæði í venjurétti sem og alþjóðasamningum, þar á meðal Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum, tveimur bókunum hans svo og viðbótarbókunum frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949. Ísland hefur ekki fullgilt Haag-samninginn frá 1954 en fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga þess efnis. Það er full ástæða til að fullgilda hann og það er full ástæða fyrir Ísland að tala um fyrir aukinni virðingu fyrir Genfarsamningunum, að þeir séu virtir í hvívetna hvort sem um sé að ræða menningarverðmæti eða þær manneskjur sem njóta verndar á tímum vopnaðra átaka lögum samkvæmt. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Íran Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Þónokkuð hefur verið fjallað um orð Trump Bandaríkjaforseta um að hann hafi áætlanir um 52 írönsk skotmörk í hernaðarlegum aðgerðum, mörg þeirra mikilvæg í íranskri menningu. Eflaust spyrja sig margir hvers vegna þetta skipti máli og hvort Trump megi ekki bara gera það sem hann vill? Gilda einhver lög í stríði? Stutta svarið er já, í vopnuðum átökum gilda lög. Alþjóðleg mannúðarlög gilda á tímum ófriðar, þau helgast bæði af venjurétti sem og Genfarsamningunum svokölluðu sem urðu 70 ára á síðasta ári sem og þremur viðbótarbókunum við þá auk annarra mikilvægra samninga á sviði mannúðarlaga. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari Genfarsamninganna frá 1949 og viðauka við þá. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Menningarverðmæti líkt og söfn, sögulegar minjar eða fornleifar eru hluti af sjálfsmynd fólks og njóta einnig verndar. Árásir á menningarverðmæti eru svo miklu meira en eyðilegging á múrsteinum, viði eða steypu. Þær eru árásir á sjálfsmynd, minni og sögu, reisn og framtíð komandi kynslóða. Hvað segja alþjóðleg mannúðarlög um menningarverðmæti í stríði? Alþjóðleg mannúðarlög skylda aðila vopnaðra átaka til að vernda og virða menningarverðmæti. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er óheimilt að ráðast á menningarverðmæti eða nota í hernaðarlegum tilgangi, nema hernaðarleg nauðsyn krefjist þess. Ennfremur mega aðilar að átökunum ekki hertaka, eyðileggja eða skemma menningarverðmæti og verða að stöðva þjófnað, skothríð eða skemmdarverk sem beinast gegn slíkum verðmætum. Fylgifiskur þess að glata menningarverðmætum er að fólk, samfélög og þjóðfélög glatar þeim og sögunni. Til að setja þetta í eitthvað samhengi sem við getum mögulega skilið þá má nefna nokkur dæmi um staði sem okkur þykir vænt um og viljum halda. Árbæjarsafn. Þjóðveldisbærinn á Stöng. Listasafn Íslands. Þjóðminjasafnið. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu. Hallgrímskirkja. Þá reikar hugurinn til Parísar og Notre Dame sem brann á síðasta ári og heimurinn fylgdist með. Þar var vissulega ekki um skotmark vopnaðra átaka að ræða en bruni hennar hafði áhrif langt út fyrir landsteina Frakklands. Kveðið er á um lagalega vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum bæði í venjurétti sem og alþjóðasamningum, þar á meðal Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum, tveimur bókunum hans svo og viðbótarbókunum frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949. Ísland hefur ekki fullgilt Haag-samninginn frá 1954 en fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga þess efnis. Það er full ástæða til að fullgilda hann og það er full ástæða fyrir Ísland að tala um fyrir aukinni virðingu fyrir Genfarsamningunum, að þeir séu virtir í hvívetna hvort sem um sé að ræða menningarverðmæti eða þær manneskjur sem njóta verndar á tímum vopnaðra átaka lögum samkvæmt. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun