Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. maí 2020 21:12 Stjórnarmeðlimir SÁS segja skjóta skökku við að góðgerðasamtök reki spilakassa. Vísir/Baldur Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. Spilakassar Íslandsspils voru opnaðir aftur í byrjun mánaðarins en þeim hafði verið lokað þegar samkomubann tók gildi í mars. 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök áhugafólks um spilafíkn vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar. Úrtakið var 1529 manns og var 54,9 prósent þátttaka. Um 7 af hverjum tíu eru mjög eða frekar neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Samkvæmt könnuninni stunda 750-2000 manns spilakassa hér á landi. Samtökin segja að þetta sé hópurinn sem sé á bak við milljarða tekjur sem spilakassar færa eigendum sínum árlega. „Þeir eru 3-4 sinnum meira ávanabindandi heldur en nokkuð annað fjárhættuspil,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hér má sjá bankayfirlit spilafíkils sem spilaði fyrir rúmlega eina milljón á tveimur dögum frá klukkan ellefu um kvöld til eitt um nóttina var hann búinn að eyða 210 þúsund krónum. Daginn eftir frá klukkan 09:21 til ellefu um kvöldið eyddi hann 430 þúsund krónum. Daginn þar á eftir eyddi hann 420 þúsund krónum. Bankayfirlit spilafíkils sem eyddi rúmlega milljón í spilakössum á tveimur dögum.Vísir Alma segir þetta lýsandi fyrir hópinn. „Mín reynsla er að það fer allt. Það fer allt og rúmlega það.“ „Ég til dæmis er einn af þeim og veit um mjög marga sem hafa algerlega misst tökin á þessu. Það er alveg sama hvort að það sé þeirra peningur eða annarra,“ segir Örn Sverrisson, stjórnarmeðlimur Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Örn er óvirkur spilafíkill til rúmlega þriggja ára og situr nú í stjórn SÁS. „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf.“ Þau leggja til að sett verði tíma- og fjárhæðarmörk á spilakassana sem séu hannaðir til að fólk eyði meiri tíma og peningum í þá en það ætlaði sér. „Þetta getur bara ekki verið í takt við þessi mannúðar-, góðgerðasamtök sem eiga þessa kassa,“ segir Alma. „Það hafa allir þennan fjárhagslega ávinning af þessu. Rekstraraðilinn á staðnum, er hann að fara að henda þér út af því að hann sér að þú ert stjórnlaus? Aldrei,“ bætir Örn við. Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að félagið ásamt öðrum eigendum Íslandsspils hafi kallað eftir fundi með dómsmálaráðherrum til að fara yfir rekstrarumhverfi spilakassa ítrekað. „Við höfum svolítið rekið okkur á það að sá aðili sem er hinn aðilinn á spilakassamarkaðnum er í rauninni Háskóli Íslands sem að er ríkið, þannig að við erum svolítið búin að vera í samkeppni við ríkið í þessum bransa,“ sagði Þór. „Þegar við höfum svo stigið fram og viljað taka umræðuna um þessa hluti við ríkið þá hefur svona einhvern veginn ekki komið sá hljómgrunnur sem við höfum verið að vonast eftir.“ Hann sagði meðal þeirra leiða sem farnar eru erlendis sé notkun sérstakra korta sem tengd eru kennitölum í spilakassana sem koma í veg fyrir að fólk spili meira en fyrir ákveðnar upphæðir. Félagið væri tilbúið til að skoða slíka möguleika. Björgunarsveitir Fjárhættuspil Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. Spilakassar Íslandsspils voru opnaðir aftur í byrjun mánaðarins en þeim hafði verið lokað þegar samkomubann tók gildi í mars. 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök áhugafólks um spilafíkn vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar. Úrtakið var 1529 manns og var 54,9 prósent þátttaka. Um 7 af hverjum tíu eru mjög eða frekar neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Samkvæmt könnuninni stunda 750-2000 manns spilakassa hér á landi. Samtökin segja að þetta sé hópurinn sem sé á bak við milljarða tekjur sem spilakassar færa eigendum sínum árlega. „Þeir eru 3-4 sinnum meira ávanabindandi heldur en nokkuð annað fjárhættuspil,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hér má sjá bankayfirlit spilafíkils sem spilaði fyrir rúmlega eina milljón á tveimur dögum frá klukkan ellefu um kvöld til eitt um nóttina var hann búinn að eyða 210 þúsund krónum. Daginn eftir frá klukkan 09:21 til ellefu um kvöldið eyddi hann 430 þúsund krónum. Daginn þar á eftir eyddi hann 420 þúsund krónum. Bankayfirlit spilafíkils sem eyddi rúmlega milljón í spilakössum á tveimur dögum.Vísir Alma segir þetta lýsandi fyrir hópinn. „Mín reynsla er að það fer allt. Það fer allt og rúmlega það.“ „Ég til dæmis er einn af þeim og veit um mjög marga sem hafa algerlega misst tökin á þessu. Það er alveg sama hvort að það sé þeirra peningur eða annarra,“ segir Örn Sverrisson, stjórnarmeðlimur Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Örn er óvirkur spilafíkill til rúmlega þriggja ára og situr nú í stjórn SÁS. „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf.“ Þau leggja til að sett verði tíma- og fjárhæðarmörk á spilakassana sem séu hannaðir til að fólk eyði meiri tíma og peningum í þá en það ætlaði sér. „Þetta getur bara ekki verið í takt við þessi mannúðar-, góðgerðasamtök sem eiga þessa kassa,“ segir Alma. „Það hafa allir þennan fjárhagslega ávinning af þessu. Rekstraraðilinn á staðnum, er hann að fara að henda þér út af því að hann sér að þú ert stjórnlaus? Aldrei,“ bætir Örn við. Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að félagið ásamt öðrum eigendum Íslandsspils hafi kallað eftir fundi með dómsmálaráðherrum til að fara yfir rekstrarumhverfi spilakassa ítrekað. „Við höfum svolítið rekið okkur á það að sá aðili sem er hinn aðilinn á spilakassamarkaðnum er í rauninni Háskóli Íslands sem að er ríkið, þannig að við erum svolítið búin að vera í samkeppni við ríkið í þessum bransa,“ sagði Þór. „Þegar við höfum svo stigið fram og viljað taka umræðuna um þessa hluti við ríkið þá hefur svona einhvern veginn ekki komið sá hljómgrunnur sem við höfum verið að vonast eftir.“ Hann sagði meðal þeirra leiða sem farnar eru erlendis sé notkun sérstakra korta sem tengd eru kennitölum í spilakassana sem koma í veg fyrir að fólk spili meira en fyrir ákveðnar upphæðir. Félagið væri tilbúið til að skoða slíka möguleika.
Björgunarsveitir Fjárhættuspil Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira