Innlent

Ökuníðingur á ofsahraða hafnaði utanvegar

Mynd/Anton Brink

Bifreið hafnaði utanvegar við Norðausturveg í Öxarfirði á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir að lögreglumenn á Húsavík veittu bílnum eftirför. Lögreglumennirnir ætlaðu að athuga ástand ökumannsins en hann virti ekki stöðvunarmerki og jók þess í stað hraðann. Við tók eftirför þar sem bifreiðinni var ekið á allt að 170 kílómetrahraða en að lokum hafnaði bifreiðin utanvegar. Ökumaðurinn, karlmaður á tvítugsaldri, slasaðist ekki en hann reyndist talsvert ölvaður. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Annað umferðaróhapp varð í umdæmi lögreglunnar á Húsavík í gær þegar bíll valt um fimmleytið í Námaskarði austan við Mývatn og endaði utanvegar. Einn handleggs- og fingurbrotnaði í bílveltunni en þrír voru í bifreiðinni. Sjúkrabíll flutti fólkið á sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Tildrög óhappsins eru rakin til hálku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×