Nauðungaruppboðum fjölgar um 180% 20. febrúar 2009 20:03 Auglýstum nauðungaruppboðum á eignum landsmanna hefur fjölgað um nærri 180 prósent á þessu ári. „Við erum á efnahagslegu Tjernobilsvæði," segir hæstaréttarlögmaður, sem segir nauðungaruppboð á heimilum fólks dapurlegar samkomur. Fréttastofu er kunnugt um hjón um fimmtugt sem bíða nú gjaldþrots. Þau keyptu sér hús í nágrenni höfuðborgarinnar fyrir tveimur árum á 25 milljónir króna. Þau náðu að öngla saman fjórum milljónum og tóku síðan lán hjá Sparisjóði upp á 21 milljón. Húsið er í dag metið á 18-20 milljónir en lánið stendur í 26 milljónum. Nú eiga þau því ekki svo mikið sem eina þakrennu í húsinu. Þau hefðu tekið því hundsbiti ef ekki hefðu fallið á þau önnur skuld. Uppkomnir synir þeirra höfðu keyptu sér hvor sinn bílinn á myntkörfuláni. Mamma þeirra var ábyrgðarmaður. Bílalánin fóru í vaskinn, þeir gátu ekki borgað og SP fjármögnun leysti bílana til sín. Eftir stendur skuld upp á fjórar milljónir - sem móðir þeirra getur ekki borgað. „Ég taldi nú að þeir myndu láta þar við sitja, svona sérstaklega í ljósi þess að það er talað um að sýna skuldurum einhvern skilning. En nú hafa þeir lagt fram 250 þúsund krónur til þess að fá konuna gerða gjaldþrota formlega," segir Björn Þorri. Þessi hjón hafa gefist upp og ætla að flytja af landi brott. En þau eru ekki ein í súpunni. Árið 2006 voru 590 eignir einstaklinga auglýstar til nauðungaruppboðs. Á næstu tveimur árum fjölgaði þeim um 65%. Á þessu ári er þegar búið að auglýsa nauðungaruppboð á 189 íbúðum einstaklinga. Þegar meðaltal síðustu þriggja ára er framreiknað út þetta ár, hefur auglýstum nauðungaruppboðum því fjölgað um 179%. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Auglýstum nauðungaruppboðum á eignum landsmanna hefur fjölgað um nærri 180 prósent á þessu ári. „Við erum á efnahagslegu Tjernobilsvæði," segir hæstaréttarlögmaður, sem segir nauðungaruppboð á heimilum fólks dapurlegar samkomur. Fréttastofu er kunnugt um hjón um fimmtugt sem bíða nú gjaldþrots. Þau keyptu sér hús í nágrenni höfuðborgarinnar fyrir tveimur árum á 25 milljónir króna. Þau náðu að öngla saman fjórum milljónum og tóku síðan lán hjá Sparisjóði upp á 21 milljón. Húsið er í dag metið á 18-20 milljónir en lánið stendur í 26 milljónum. Nú eiga þau því ekki svo mikið sem eina þakrennu í húsinu. Þau hefðu tekið því hundsbiti ef ekki hefðu fallið á þau önnur skuld. Uppkomnir synir þeirra höfðu keyptu sér hvor sinn bílinn á myntkörfuláni. Mamma þeirra var ábyrgðarmaður. Bílalánin fóru í vaskinn, þeir gátu ekki borgað og SP fjármögnun leysti bílana til sín. Eftir stendur skuld upp á fjórar milljónir - sem móðir þeirra getur ekki borgað. „Ég taldi nú að þeir myndu láta þar við sitja, svona sérstaklega í ljósi þess að það er talað um að sýna skuldurum einhvern skilning. En nú hafa þeir lagt fram 250 þúsund krónur til þess að fá konuna gerða gjaldþrota formlega," segir Björn Þorri. Þessi hjón hafa gefist upp og ætla að flytja af landi brott. En þau eru ekki ein í súpunni. Árið 2006 voru 590 eignir einstaklinga auglýstar til nauðungaruppboðs. Á næstu tveimur árum fjölgaði þeim um 65%. Á þessu ári er þegar búið að auglýsa nauðungaruppboð á 189 íbúðum einstaklinga. Þegar meðaltal síðustu þriggja ára er framreiknað út þetta ár, hefur auglýstum nauðungaruppboðum því fjölgað um 179%.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira