Gamla brýnið Bjarni Felixson hefur upplifað ýmislegt á löngum og farsælum ferli sem íþróttafréttamaður en aðstæðurnar sem mættu honum í Vestmannaeyjum í gær hafa líklega toppað flest það sem Bjarni hefur prófað.
Bjarni var mættur til Eyja á vegum Útvarps KR en Bjarni hefur farið mikinn í lýsingum hjá útvarpinu í sumar.
Það var afar þröngt á þingi í blaðamannaskúrnum í Eyjum í gær en aðstaðan kallast oftast rörið eða dósin. Samkvæmt heimildum Vísis er aðstaðan búin til úr gömlu skólpröri. Ónotuðu þó.
Forráðamenn ÍBV voru ekki viðbúnir þeim fjölda íþróttafréttamanna sem mættu á stórleik sumarsins og Bjarni varð því að gera sér að góðu að lýsa leiknum utandyra á stól. Bjarni sat rétt við varamannabekk KR.
Í fyrri hálfleik var sól og Mallorca-veður en í þeim seinni rigndi nokkuð hraustlega. Bjarni kom lýsingunni til skila þó votur væri enda fagmaður.
