Innlent

Samþykkt að byggja hestaaðstöðu í Almannadal

Aðalskipulag nýja Fákssvæðisins í Almannadal.
Aðalskipulag nýja Fákssvæðisins í Almannadal.

Borgarráð samþykkti í dag að úthluta hesthúsalóðum í Almannadal á Hólmsheiði til Hestamannafélagsins Fáks. Á þessu nýja svæði, sem er skammt austur af Rauðavatni, er gert ráð fyrir húsnæði fyrir allt að fjórtán hundruð hross.

Auk þess verða í Almannadal reiðskemma, félagsheimili, gæðingavöllur með áhorfendasvæði, skeiðbraut ásamt tamningagerði auk ýmissar nauðsynlegrar aðstöðu til iðkunar hestaíþrótta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×