Innlent

Þorgerður Katrín hættir í stjórnmálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi ráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar. Þorgerður Katrín hefur setið á þingi frá árinu 1999. Hún var mennta- og menningamálaráðherra 2004-2009 og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í 5 ár.

,,Ég hef notið þess að taka virkan þátt í stjórnmálum um langt árabil þar sem ég hef fengið tækifæri til að berjast fyrir frelsi og fjölbreytni í samfélaginu. Ég er stolt af þeim árangri sem náðist undir minni forystu á sviði mennta- og menningarmála og ekki síður því að hafa gegnt mikilvægu hlutverki í forystu Sjálfstæðisflokksins, fjölmennustu stjórnmálahreyfingu landsins," segir Þorgerður Katrín í tilkynningu til fjölmiðla.

Þorgerður segir að sér sé efst í huga þakklæti, til þeirrar breiðfylkingar sjálfstæðismanna, sem hún hafi starfað með og hitt fyrir á þeim árum sem hún hafi verið í stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×