Lífið

Langar í fleiri börn

Leikkonan Kelly Preston opnar sig um foreldrahlutverkið og missinn í nýlegu sjónvarpsviðtali. Nordicphotos/getty
Leikkonan Kelly Preston opnar sig um foreldrahlutverkið og missinn í nýlegu sjónvarpsviðtali. Nordicphotos/getty
Leikkonuna Kelly Preston langar að eignast fleiri börn en gerir sér grein fyrir að aldurinn gæti gert henni það erfitt. Preston verður 50 ára á þessu ári en hún er gift leikaranum John Travolta. Saman eiga þau Ellu Bleu tólf ára og Benjamin tveggja ára en þau misstu 16 ára son sinn Jett árið 2009. Kelly tjáði sig um foreldrahlutverkið og missinn í nýlega sjónvarpssviðtali vestan hafs.

„Börnin mín stækka í mér hjartað og þau eru best í heimi. Ég óska engum þess að þurfa að ganga í gegnum þá skelfilegu lífsreynslu að missa barn en Benjamin hefur hjálpað okkur að takast á við fráfall Jetts. Ég væri alveg til í fleiri börn og ætlaði alltaf að eignast mörg,“ segir Preston sem minntist ekki orði á kærurnar sem maðurinn hennar hefur fengið á sig eftir að tveir karlkyns nuddarar sökuðu Travolta um kynferðislega áreitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.