„Afsökunarbeiðnin móttekin og samþykkt. Þakka þér fyrir Helgi minn“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2016 12:55 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur beðið Birgittu Jónsdóttur, samflokksmann sinn, sem og aðra Pírata afsökunar á sínum þætti í óróanum sem gætt hefur innan raða flokksins að undanförnu. Þá viðurkennir Helgi að lítið talsamband hafi verið á milli hans og Birgittu á tímabili sem hafi síst verið til þess fallið að draga úr kergjunni.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan Pírata Í þríþættri afsökunarbeiðni sem hann birtir á Pírataspjallinu á Facebook rekur Helgi þau mál sem helst hafa staðið Pírötum fyrir þrifum að undanförnu og fjölmiðlar gert sér mat úr – svo sem meintum samskiptavanda innan Pírata og innanflokkságreiningi um stutt kjörtímabil. Helgi biður Pírata afsökunar á því að hafa dýpkað misskilning um tilhögun næsta kjörtímabils í sambandi við stjórnarskrána. „Mér hafði skilist á öllum sem ég hafði talað við um málið, að upprunaleg tillaga hefði verið sú að á næsta kjörtímabili myndum við einungis fara í tvö mál, þ.e. ESB-umsóknina og stjórnarskrána og gera þetta á stuttu kjörtímabili, nánar til tekið á 6-9 mánaða tímabili,“ segir Helgi. Sjá einnig: Birgitta óttast að fylgið þurrkist út og reynir að berja í brestina Hann segist hafa haldið að sú tillaga hafi verið felld í staðinn hefði verið samþykkt að leggja fókus á þessi tvö mál án skilyrðis um stutt kjörtímabil og án þess að fjalla einungis um þessi tvö mál.Afsökunarbeiðni Helga er þríþætt.Birgitta gangrýndi þessa túlkun Helga í gær sem hún sagði vera stórkostlega mikla rangfærslu.Sjá einnig: Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Helgi gengst við þessari gagnrýni og segir að orðalagið í ályktun flokksins hafi boðið misskilningnum heim. „Ég get tekið á mig ábyrgð á því að hafa misskilið þetta upprunalega og sömuleiðis að í kjölfarið dreift út einhverjum misskilningi um þetta. Ég bið sjálfan mig afsökunar á því, en flokkinn afsökunar á því að hafa dýpkað misskilninginn frekar en valda því að hann skerptist.“ Þá biður Helgi samflokksmann sinn Birgittu afsökunar á orðum sem hann lét falla í samtali við Morgunblaðið á dögunum. Þar ræddi hann um beitingu valds og töldu margir að hann beindi þar orðum sínum að Birgittu. „Um leið og ég sá umræðuna í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvort ég skuldaði henni afsökunarbeiðni og hefði hlaupið fram fyrir mig, en þá var ég ennþá svo gríðarlega reiður að mér fannst þetta einhvern veginn þurfi,“ segir Helgi og viðurkennir að það hefði verið betri að ræða málið fyrst við Birgittu – „en satt best að segja var á þeim tíma ekki talsamband milli okkar, sem er eitthvað sem við höfum reynt að laga síðan þá,“ segir Helgi.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Hitt er að ég stend við að við þurfum að ræða hvernig við ætlum að fara með vald, og það beinist ekki einungis að Birgittu Jónsdóttur. Ég hef líka stundum farið óvarlega með vald sjálfur og vil endilega að við höldum þeirri umræðu áfram, en þá frekar í góðu rúmi þar sem við getum tekið málið fyrir með sem minnstri hættu á deilum,“ segir hann ennfremur. Að endingu biður hann Helgi Birgittu afsökunar á því að hafa ekki farið varlegar í fjölmiðlum en eins og greint hefur verið frá bað Birgitta hann um að ræða ekki ágreiningsmál flokksins á opinberum vettvangi. „Það mistókst greinilega vegna ólíks skilnings á því hvernig hafi farið á síðasta aðalfundi og nákvæmlega hvert eðli tillögunnar sé sem samþykkt var. Ég vil biðja hana afsökunar á því að hafa ekki farið varlegar í fjölmiðlum. Ég reyndi en það mistókst og það er á mína ábyrgð. Ljóst er að færsla Helga hefur fallið í kramið hjá Birgittu sem skrifar við: „Afsökunarbeiðnin móttekin og samþykkt. Þakka þér fyrir Helgi minn“ Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta óttast að fylgið þurrkist út og reynir að berja í brestina "Höfum hugfast að í hvert skipti sem við beinum gremju eða andúð gagnvart hvert öðru þá erum við að skemmta skrattanum og sá stuðningur sem við höfum fengið mun hverfa eins og dögg fyrir sólu.“ 28. febrúar 2016 11:44 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur beðið Birgittu Jónsdóttur, samflokksmann sinn, sem og aðra Pírata afsökunar á sínum þætti í óróanum sem gætt hefur innan raða flokksins að undanförnu. Þá viðurkennir Helgi að lítið talsamband hafi verið á milli hans og Birgittu á tímabili sem hafi síst verið til þess fallið að draga úr kergjunni.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan Pírata Í þríþættri afsökunarbeiðni sem hann birtir á Pírataspjallinu á Facebook rekur Helgi þau mál sem helst hafa staðið Pírötum fyrir þrifum að undanförnu og fjölmiðlar gert sér mat úr – svo sem meintum samskiptavanda innan Pírata og innanflokkságreiningi um stutt kjörtímabil. Helgi biður Pírata afsökunar á því að hafa dýpkað misskilning um tilhögun næsta kjörtímabils í sambandi við stjórnarskrána. „Mér hafði skilist á öllum sem ég hafði talað við um málið, að upprunaleg tillaga hefði verið sú að á næsta kjörtímabili myndum við einungis fara í tvö mál, þ.e. ESB-umsóknina og stjórnarskrána og gera þetta á stuttu kjörtímabili, nánar til tekið á 6-9 mánaða tímabili,“ segir Helgi. Sjá einnig: Birgitta óttast að fylgið þurrkist út og reynir að berja í brestina Hann segist hafa haldið að sú tillaga hafi verið felld í staðinn hefði verið samþykkt að leggja fókus á þessi tvö mál án skilyrðis um stutt kjörtímabil og án þess að fjalla einungis um þessi tvö mál.Afsökunarbeiðni Helga er þríþætt.Birgitta gangrýndi þessa túlkun Helga í gær sem hún sagði vera stórkostlega mikla rangfærslu.Sjá einnig: Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Helgi gengst við þessari gagnrýni og segir að orðalagið í ályktun flokksins hafi boðið misskilningnum heim. „Ég get tekið á mig ábyrgð á því að hafa misskilið þetta upprunalega og sömuleiðis að í kjölfarið dreift út einhverjum misskilningi um þetta. Ég bið sjálfan mig afsökunar á því, en flokkinn afsökunar á því að hafa dýpkað misskilninginn frekar en valda því að hann skerptist.“ Þá biður Helgi samflokksmann sinn Birgittu afsökunar á orðum sem hann lét falla í samtali við Morgunblaðið á dögunum. Þar ræddi hann um beitingu valds og töldu margir að hann beindi þar orðum sínum að Birgittu. „Um leið og ég sá umræðuna í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvort ég skuldaði henni afsökunarbeiðni og hefði hlaupið fram fyrir mig, en þá var ég ennþá svo gríðarlega reiður að mér fannst þetta einhvern veginn þurfi,“ segir Helgi og viðurkennir að það hefði verið betri að ræða málið fyrst við Birgittu – „en satt best að segja var á þeim tíma ekki talsamband milli okkar, sem er eitthvað sem við höfum reynt að laga síðan þá,“ segir Helgi.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Hitt er að ég stend við að við þurfum að ræða hvernig við ætlum að fara með vald, og það beinist ekki einungis að Birgittu Jónsdóttur. Ég hef líka stundum farið óvarlega með vald sjálfur og vil endilega að við höldum þeirri umræðu áfram, en þá frekar í góðu rúmi þar sem við getum tekið málið fyrir með sem minnstri hættu á deilum,“ segir hann ennfremur. Að endingu biður hann Helgi Birgittu afsökunar á því að hafa ekki farið varlegar í fjölmiðlum en eins og greint hefur verið frá bað Birgitta hann um að ræða ekki ágreiningsmál flokksins á opinberum vettvangi. „Það mistókst greinilega vegna ólíks skilnings á því hvernig hafi farið á síðasta aðalfundi og nákvæmlega hvert eðli tillögunnar sé sem samþykkt var. Ég vil biðja hana afsökunar á því að hafa ekki farið varlegar í fjölmiðlum. Ég reyndi en það mistókst og það er á mína ábyrgð. Ljóst er að færsla Helga hefur fallið í kramið hjá Birgittu sem skrifar við: „Afsökunarbeiðnin móttekin og samþykkt. Þakka þér fyrir Helgi minn“
Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta óttast að fylgið þurrkist út og reynir að berja í brestina "Höfum hugfast að í hvert skipti sem við beinum gremju eða andúð gagnvart hvert öðru þá erum við að skemmta skrattanum og sá stuðningur sem við höfum fengið mun hverfa eins og dögg fyrir sólu.“ 28. febrúar 2016 11:44 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50
Birgitta óttast að fylgið þurrkist út og reynir að berja í brestina "Höfum hugfast að í hvert skipti sem við beinum gremju eða andúð gagnvart hvert öðru þá erum við að skemmta skrattanum og sá stuðningur sem við höfum fengið mun hverfa eins og dögg fyrir sólu.“ 28. febrúar 2016 11:44
Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54
Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00
Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58