Erlent

Bílsprengja sprakk við veitingahús

Bílsprengja var sprengd við veitingastað í Norður-Bagdad í dag með þeim afleiðingum að fjórir létust og yfir hundrað særðust. Sprengjan sprakk um hádegisbil að staðartíma þegar fjölmargir gestir snæddu þar hádegisverð, en hann er vinsæll meðal sjíta. Fyrr í dag var vörubíll sprengdur í loft upp við bæjarstjórnarskrifstofur í bænum Tuz Khurmatu með þeim afleiðingum að fimm létust og 18 særðust. Þá gerðu uppreisnarmenn þrjár árásir á bandaríska herstöð í Samarra, en þar létust fjórir Írakar og jafnmargir bandarískir hermenn særðust. Ríflega 500 manns hafa látist í Írak á síðustu þremur vikum og gengur stjórnvöldum illa að koma á ró og friði í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×