Íslenski boltinn

Atli fylgir föður sínum frá ÍA

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Þórðarson var rekinn frá ÍA á mánudag.
Guðjón Þórðarson var rekinn frá ÍA á mánudag.

Varnarmaðurinn Atli Guðjónsson óskaði eftir því í gær við stjórn knattspyrnufélags ÍA að verða leystur undan samningi við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Atli er fæddur 1988 en hann er sonur Guðjóns Þórðarsonar sem var rekinn frá ÍA á mánudag. Stórn knattspyrnufélags ÍA varð að ósk hans og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni á heimasíðunni.

Tveir aðrir synir Guðjóns eru í leikmannahópi ÍA, Þórður og Bjarni. Sá síðarnefndi er sterklega orðaður við önnur lið, þar á meðal Íslandsmeistara Vals. Bjarni mætti ekki til æfinga eftir að Guðjón var látinn taka pokann sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×