Íslenski boltinn

Valsmenn úr leik í Evrópukeppninni

Helgi Sigurðsson og félagar féllu úr Evrópukeppninni í kvöld
Helgi Sigurðsson og félagar féllu úr Evrópukeppninni í kvöld Mynd/Stefán

Valur tapaði í kvöld 1-0 fyrir liði Bate frá Hvíta-Rússlandi í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er því úr leik í keppninni. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum ytra 2-0.

Segja má að gestirnir hafi gert út um einvígið á fyrstu mínútu leiksins í kvöld þegar þeir skoruðu aðeins augnablikum eftir að flautað var til leiks.

Leikurinn í kvöld var frekar daufur, enda voru gestirnir vel sáttir við fenginn hlut eftir að hafa náð forystunni snemma.

Lið Vals í kvöld:

Byrjunarlið:

Kjartan Sturluson, Atli Sveinn Þórarinsson, Baldur bett, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Helgi Sigurðsson, Einar Marteinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, René Carlsen, Bjarni Ólafur Eiríksson, Rasmus Hansen.

Varamenn:

Ágúst Garðarsson, Barry Smith, Gunnar Einarsson, Baldur Þórólfsson, Geir Brynjólfsson, Guðmundur Benediktsson, Albert Brynjar Ingason.

Nánari umfjöllun um leikinn kemur hér á Vísi snemma í fyrramálið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×