Íslenski boltinn

Haukur Ingi samdi við Keflavík

Haukur Ingi
Haukur Ingi Mynd/Fylkismenn.is

Haukur Ingi Guðnason hefur skrifað undir tveggja ára samning við sitt gamla félag Keflavík í Landsbankadeildinni, en hann hefur leikið með Fylki frá árinu 2003.

Greint var frá þessu á fréttavefnum fotbolti.net í dag.

Haukur Ingi er þrítugur og lék um árabil með Keflavík þar sem hann skoraði 20 mörk í 62 deildarleikjum með liðinu áður en hann fór í Árbæinn.

Hann skoraði 2 mörk í 15 deildarleikjum með Fylki í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×