Íslenski boltinn

Keflavík þarf ekki að greiða fyrir Jóhann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jóhann Birnir í leik með GAIS.
Jóhann Birnir í leik með GAIS.

Fram kemur í Gautaborgarpóstinum að Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður GAIS, muni fara frítt til Keflavíkur. Gengið verður frá félagaskiptum hans á næstu dögum.

Christer Wallin, stjórnarmaður hjá GAIS, segir að félagið vilji leyfa honum að fara frítt til að þakka honum fyrir þjónustu hans síðustu ár.

Jóhann yfirgaf herbúðir Keflvíkinga árið 1998 og hélt á vit ævintýranna hjá Watford á Englandi þar sem hann lék meðal annars níu leiki með liðinu í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1999-2000. Þaðan var förinni heitið til Lyn í Noregi árið 2001 og loks til Örgryte í Svíþjóð árið 2004 áður en hann fór til GAIS árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×