Innlent

Dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás

Jón Trausti Lúthersson var í dag dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás í Reykjavík fyrir réttu ári síðan.

Jón Trausti var ákærður fyrir að hafa ásamt vitorðsmanni ráðist að karlmanni og margsinnis slegið hann með bareflum, sparkað í hann liggjandi, og misþyrmt honum með öðrum hætti.

Jón Trausti hefur áður hlotið dóm fyrir að ryðjast inn á ritstjórn DV og ganga þar í skrokk á ritstjóra vegna óánægju með umfjöllun blaðsins um sig. Ákvörðun um refsingu var tekin með þann dóm til hliðsjónar. Vitorðsmaður Jóns Trausta hefur ekki hlotið dóm áður. Hann hlaut 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×