Körfubolti

Benedikt endurnýjar kynnin við Fjölni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benedikt snýr aftur til Fjölnis fjórtán árum eftir að hann hætti hjá félaginu.
Benedikt snýr aftur til Fjölnis fjórtán árum eftir að hann hætti hjá félaginu. vísir/bára

Fjölnir í Grafarvogi verður næsti áfangastaður körfuboltaþjálfarans Benedikts Guðmundssonar. 

Næsta vetur mun Benedikt þjálfa 9. og 10. flokk karla og í minnibolta. Hann staðfesti þetta við mbl.is.

Benedikt tilkynnti í gær að hann væri hættur þjálfun kvennaliðs KR eftir þriggja ára starf. Hann mun hins vegar halda áfram sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Hann tók við því í fyrra.

Benedikt þekkir vel til hjá Fjölni en hann stýrði karlaliði félagsins á árunum 2003-06. Hann kom Fjölnismönnum m.a. í bikarúrslit og undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn.

KR var í 2. sæti Domino's deildar kvenna þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komst KR í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Skallagrími.


Tengdar fréttir

Benedikt kveður KR líka

Benedikt Guðmundsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta en hann greindi frá þessu sjálfur á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×