Körfubolti

Benedikt kveður KR líka

Sindri Sverrisson skrifar
Benedikt Guðmundsson hefur auk þess að þjálfa KR og landsliðið verið sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi.
Benedikt Guðmundsson hefur auk þess að þjálfa KR og landsliðið verið sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. vísir/skjáskot

Benedikt Guðmundsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta en hann greindi frá þessu sjálfur á Facebook.

Í síðustu viku var Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara karlaliðs KR, óvænt sagt upp og nú er ljóst að einnig verður skipt um mann í brúnni hjá kvennaliðinu. Ekki er ljóst hverjir eftirmenn þeirra verða en Darri Freyr Atlason, fyrrverandi þjálfari meistaraliðs Vals í kvennaflokki, hefur verið sagður eiga að taka við karlaliði KR.

„Því miður er þessum kafla lokið núna,“ skrifar Benedikt á Facebook þar sem hann kveður félagið sem á svo stóran þátt í hans uppeldi, eins og landsliðsþjálfarinn orðar það sjálfur. Benedikt tók við kvennalandsliði Íslands fyrir rúmu ári síðan en þessi reynslumikli þjálfari hefur stýrt kvennaliði KR samfleytt síðustu þrjú ár.


Tengdar fréttir

Þögnin í Vesturbænum ekkert annað en vandræðaleg

Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.