Erlent

Réttað yfir lækni Jackson

Saksóknarinn segir Murrey vera gráðugan og óhæfan lækni sem hafi rukkað Jackson um 150 þúsund dollara á mánuði eða átán milljónir króna.
Saksóknarinn segir Murrey vera gráðugan og óhæfan lækni sem hafi rukkað Jackson um 150 þúsund dollara á mánuði eða átán milljónir króna. Mynd/AP
Réttarhöld hefjast í dag yfir lækninum sem sakaður er um að hafa verið valdur að dauða poppgoðsins Michael Jackson. Conrad Murray er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og á yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Að auki myndi hann missa lækningaleyfi sitt.

Murray hefur lítið sem ekkert tjáð sig um ásakanirnar að öðru leyti en því að hann segist saklaus. Saksóknarinn segir Murrey vera gráðugan og óhæfan lækni sem hafi rukkað Jackson um 150 þúsund dollara á mánuði eða átán milljónir króna,  um langa hríð, án þess að sinna skyldum sínum sem læknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×