Íslenski boltinn

KR setti met í meistaratvennum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur mikið verið lyft í Vesturbænum í ár.f
Það hefur mikið verið lyft í Vesturbænum í ár.f Féttablaðið/Daníel
KR-ingar eru tvöfaldir meistarar í ár í bæði fótbolta og körfubolta og er þetta í fjórða sinn sem KR-ingar vinna Íslandsmeistaratitil á sama ári í tveimur af þremur stærstu boltagreinunum. Þeir fóru með því fram úr Valsmönnum sem hafa þrisvar unnið Íslandsmeistaratvennu.

KR-ingar hafa í öll fjögur skiptin unnið titlana í fótbolta og körfubolta en KR náði einnig að verða Íslandsmeistarar í þessum tveimur greinum árin 1965, 1968 og 2000.

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í fótbolta og handbolta 1978 og 2007 en unnu tvennuna árið 1980 í fótbolta og körfubolta.

Framarar og Víkingar hafa einnig náð tvennunni og Víkingar eru eina félagið sem hefur unnið tvennu tvö ár í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×