Fyrstu CrossFit heimsleikarnir voru ekki góð upplifun fyrir Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti á sínum fyrstu heimsleikum sínum árið 2012. Hún gerði vel í að komast þangað en það gekk allt á afturfótunum hjá henni á heimsleikunum sjálfum. Mynd/Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir halda áfram að fara saman yfir CrossFit ferla sína í Dóttir-spjallinu sínu og í þeim nýjasta var komið að því að rifja það upp þegar Katrín Tanja steig sín fyrstu spor á heimsleikunum árið 2012. Á meðan Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig frábærlega og tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð var upplifun allt önnur fyrir Katrínu Tönju. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt Katrín Tanja endaði í öðru sæti í undankeppni Evrópu á eftir Anníe Mist og ætlaði sér stóra hluti í frumraun sinni árið 2012. Annað kom á daginn og Katrín lenti hreinlega á vegg á leikunum. Katrín naut sín í undankeppninni og varð í öðru sæti á eftir Anníe í fimm af sex greinum. „Mér fannst ég vera að keppa við þig og fékk um leið þá falska trú að ég væri komin upp á þitt stig af því að ég var alltaf næst á eftir þér. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram How Katrin our everything on the line and gained a winning mindset A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 10, 2020 at 7:38am PDT Hún undirbjó sig vel fyrir leikana en hafði um leið aldrei áður æft fyrir heimsleika og vissi ekki hvað hún var að fara út í. Hún og Anníe Mist æfðu heldur ekki saman þetta sumar. „Ég vissi ekki hvað ég átti von á og ég hafði aldrei þjálfað hugann minn. Ég sá fyrir mér að allt gengi fullkomlega upp. Þegar fór að ganga illa á leikunum þá hugsaði ég: Hvað er að gerast?,“ sagði Katrín Tanja og stressið fór illa með hana. Var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan „Ég fór að einblína á úrslitin og í hvaða sæti ég væri. Svo hrapa ég niður töfluna og áhyggjurnar aukast með hverri grein. Ég var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan. Þú verður bara að gera þitt besta í hverri grein og það gengur ekki að reyna að bæta fyrir eitthvað. Þegar þú gerir það þá ferðu of hratt út og klúðrar einhverju öðru,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir grófu upp þessa gömlu mynd af þeim að keppa í fyrsta sinn á svæðismóti í CrossFit.Mynd/Instagram Katrín Tanja þurfti einnig að venjast því að vera í kringum allar CrossFit stjörnurnar sem hún hafði bara séð í sjónvarpinu og hún var svolítið með stjörnur í augum á þessum fyrstu heimsleikum. „Mér fannst líka eins og allar hinar þekktust svo vel og ég var bara ein út í horni. Ég var heldur ekki með þjálfara sem hefði getað hjálpað mér að ná aftur upp einbeitingu þegar hlutirnir fóru að ganga illa,“ sagði Katrín Tanja. Sat í stúkunni á lokadeginum Katrín Tanja endaði í 30. sæti á heimsleikunum en það sem var kannski sárast var að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekki að keppa á lokadeginum. „Ég sat í stúkunni á lokadeginum. Ég var svo vonsvikin og skammaðist mín fyrir að hafa ekki náð niðurskurðinum. Mér fannst ég ekki ætti heima þarna og þessi fyrsta upplifun mín af heimsleikunum var ekki góð,“ sagði Katrín Tanja. Það má hlusta á allt spjallið hjá Katrínu Tönju og Anníe Mist hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir halda áfram að fara saman yfir CrossFit ferla sína í Dóttir-spjallinu sínu og í þeim nýjasta var komið að því að rifja það upp þegar Katrín Tanja steig sín fyrstu spor á heimsleikunum árið 2012. Á meðan Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig frábærlega og tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð var upplifun allt önnur fyrir Katrínu Tönju. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt Katrín Tanja endaði í öðru sæti í undankeppni Evrópu á eftir Anníe Mist og ætlaði sér stóra hluti í frumraun sinni árið 2012. Annað kom á daginn og Katrín lenti hreinlega á vegg á leikunum. Katrín naut sín í undankeppninni og varð í öðru sæti á eftir Anníe í fimm af sex greinum. „Mér fannst ég vera að keppa við þig og fékk um leið þá falska trú að ég væri komin upp á þitt stig af því að ég var alltaf næst á eftir þér. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram How Katrin our everything on the line and gained a winning mindset A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 10, 2020 at 7:38am PDT Hún undirbjó sig vel fyrir leikana en hafði um leið aldrei áður æft fyrir heimsleika og vissi ekki hvað hún var að fara út í. Hún og Anníe Mist æfðu heldur ekki saman þetta sumar. „Ég vissi ekki hvað ég átti von á og ég hafði aldrei þjálfað hugann minn. Ég sá fyrir mér að allt gengi fullkomlega upp. Þegar fór að ganga illa á leikunum þá hugsaði ég: Hvað er að gerast?,“ sagði Katrín Tanja og stressið fór illa með hana. Var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan „Ég fór að einblína á úrslitin og í hvaða sæti ég væri. Svo hrapa ég niður töfluna og áhyggjurnar aukast með hverri grein. Ég var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan. Þú verður bara að gera þitt besta í hverri grein og það gengur ekki að reyna að bæta fyrir eitthvað. Þegar þú gerir það þá ferðu of hratt út og klúðrar einhverju öðru,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir grófu upp þessa gömlu mynd af þeim að keppa í fyrsta sinn á svæðismóti í CrossFit.Mynd/Instagram Katrín Tanja þurfti einnig að venjast því að vera í kringum allar CrossFit stjörnurnar sem hún hafði bara séð í sjónvarpinu og hún var svolítið með stjörnur í augum á þessum fyrstu heimsleikum. „Mér fannst líka eins og allar hinar þekktust svo vel og ég var bara ein út í horni. Ég var heldur ekki með þjálfara sem hefði getað hjálpað mér að ná aftur upp einbeitingu þegar hlutirnir fóru að ganga illa,“ sagði Katrín Tanja. Sat í stúkunni á lokadeginum Katrín Tanja endaði í 30. sæti á heimsleikunum en það sem var kannski sárast var að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekki að keppa á lokadeginum. „Ég sat í stúkunni á lokadeginum. Ég var svo vonsvikin og skammaðist mín fyrir að hafa ekki náð niðurskurðinum. Mér fannst ég ekki ætti heima þarna og þessi fyrsta upplifun mín af heimsleikunum var ekki góð,“ sagði Katrín Tanja. Það má hlusta á allt spjallið hjá Katrínu Tönju og Anníe Mist hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sjá meira