Erlent

Ljósmynd af líki Michael Jackson sýnd í réttarhöldum

Michael Jackson.
Michael Jackson.
Réttarhöldin yfir Conrad Murray, lækni poppgoðsins, Michael Jackson, fara nú fram í Bandaríkjunum en meðal þess sem fram hefur komið er að popparinn hafi látist eftir að hann tók sterk svefnlyf þegar læknirinn var ekki viðstaddur. Þá tók hann fleiri lyf sem ollu dauða hans. Sjálfur kallaði hann svefnlyfin sem hann tók mjólkina sína.

Mynd af líki Michael Jackson var sýnd í réttarhöldunum, sem voru tilfinningarík. Þannig brast Murray í grát þegar lögmaður hans sagði þá hafa verið góða vini.

Þá var upptaka spiluð þar sem mátti heyra í Michael Jackson tala þvoglumælt þegar hann lýsti því yfir að hann vildi ekkert frekar en að aðdáendur hans yfirgæfu endurkomutónleika hans með það í huga að þeir hefðu aldrei séð annað eins.

Í frétt á Daily Telegraph er upptökunni lýst sem drungalegri upplifun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×