Erlent

Um 200 slösuðust í lestarslysi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlúð að fórnarlömbum slyssins.
Hlúð að fórnarlömbum slyssins. Mynd/ AFP.
Um tvöhundruð manns slösuðust þegar neðanjarðarlest í Shanghai rakst aftan á aðra neðanjarðarlest í morgun. BBC fréttastofan segir að meiðsl flestra hafi verið minniháttar. Ástæður slyssins voru þær að kerfisbilun varð á einni lestarstöðinni, eftir því sem fram kemur í fréttum Xinhua fréttastöðvarinnar. Neðanjarðarlestarkerfið í Shanghai hefur verið að stækka verulega að undanförnu og það hefur haft töluverða örðugleika í för með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×