Aron: Klinsmann sýndi mér meiri áhuga Stefán Árni Pálsson skrifar 15. ágúst 2013 07:45 Aron Jóhannsson lék sinn fyrsta landsleik í gær fyrir bandaríska landsliðið er það vann flottan 4-3 sigur á Bosníu-Hersegóvínu í Sarajevo. Aron kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og var staðan þá 2-2 en hinn hálf íslenski átti ágætan leik. Bosníumenn komust í 2-0 í leiknum en Aron og félagar skoruðu þá fjögur mörk í röð. Jozy Altidore skoraði þrjú mörk fyrir Bandaríkin en Aron Jóhannsson á einmitt að leysa leikmanninn af hjá hollenska liðinu AZ Alkmaar. „Ég fæddist í Mobile, Alabama, í suðurríkjum Bandaríkjanna,“ sagði Aron Jóhannsson, leikmaður bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, í viðtali við bandaríska knattspyrnusambandið. „Foreldrar mínir voru í námi í Bandaríkjunum þegar ég fæddist en þau eru bæði frá Íslandi. Ég bjó þar fyrstu þrjú ár ævi minnar þar til ég fluttist til Íslands,“ sagði Aron en að hans sögn fór fjölskyldan hans í frí til Bandaríkjanna á hverju ári. „Við vorum aðallega á Flórída á sumrin sem er frábær staður og gott að spila golf. Það var síðan eitt sumarið þegar móðir mín var að skoða hvaða frístundir væru í boði fyrir mig að hún rakst á IMG skólann. Ég dvaldi þar í eina viku um sumarið sem var frábær tími. Eftir sumarið fór ég aftur til Íslands þar sem framundan var eitt skólaár. Þegar því var lokið var ég í heilt ár í IMG skólanum.“ IMG skólinn í Flórída er sérstaklega fyrir nemendur sem vilja leggja hart að sér í sinni íþrótt og skólinn sérhæfir sig í námi samhliða því. „Það var að vissu leyti erfitt að vera þarna einn til að byrja með en ég átti heima í íbúð með fjórum öðrum strákum og eins og flestir Bandaríkjamenn voru þeir ótrúlega opnir og skemmtilegir.“ Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hafði upphaflega samband við Aron um að leika með bandaríska landsliðinu. „Ég man þegar ég ræddi fyrst við Klinsmann þá vissi ég ekkert hvað ákvörðun ég ætlaði mér að taka, en á þeim tímapunkti hallaðist ég frekar að því að velja íslenska landsliðið. Hann hélt áfram að hringja í mig og sýndi mér gríðarlegan áhuga, hringdi oft í mig þó að enginn leikur væri framundan. Mér fór þá að líða eins og honum langaði meira að fá mig til að spila fyrir bandaríska landsliðið en þeir í kringum íslenska landsliðið. Ég ræddi við fjölskyldu mína um málið og þau styðja öll við bakið á mér. Ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig og mína fjölskyldu.“ „Það hafði mikið að segja að ég var að fara æfa undir manni sem hefur afrekað allt í knattspyrnu og getur því kennt mér að verða betri leikmaður. Maður er oftast bara með landsliðinu í 3-4 daga en Klinsmann er þannig karakter að hann getur gefið manni ráðleggingar sem nýtast manni alla ævi.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan. Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Sjá meira
Aron Jóhannsson lék sinn fyrsta landsleik í gær fyrir bandaríska landsliðið er það vann flottan 4-3 sigur á Bosníu-Hersegóvínu í Sarajevo. Aron kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og var staðan þá 2-2 en hinn hálf íslenski átti ágætan leik. Bosníumenn komust í 2-0 í leiknum en Aron og félagar skoruðu þá fjögur mörk í röð. Jozy Altidore skoraði þrjú mörk fyrir Bandaríkin en Aron Jóhannsson á einmitt að leysa leikmanninn af hjá hollenska liðinu AZ Alkmaar. „Ég fæddist í Mobile, Alabama, í suðurríkjum Bandaríkjanna,“ sagði Aron Jóhannsson, leikmaður bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, í viðtali við bandaríska knattspyrnusambandið. „Foreldrar mínir voru í námi í Bandaríkjunum þegar ég fæddist en þau eru bæði frá Íslandi. Ég bjó þar fyrstu þrjú ár ævi minnar þar til ég fluttist til Íslands,“ sagði Aron en að hans sögn fór fjölskyldan hans í frí til Bandaríkjanna á hverju ári. „Við vorum aðallega á Flórída á sumrin sem er frábær staður og gott að spila golf. Það var síðan eitt sumarið þegar móðir mín var að skoða hvaða frístundir væru í boði fyrir mig að hún rakst á IMG skólann. Ég dvaldi þar í eina viku um sumarið sem var frábær tími. Eftir sumarið fór ég aftur til Íslands þar sem framundan var eitt skólaár. Þegar því var lokið var ég í heilt ár í IMG skólanum.“ IMG skólinn í Flórída er sérstaklega fyrir nemendur sem vilja leggja hart að sér í sinni íþrótt og skólinn sérhæfir sig í námi samhliða því. „Það var að vissu leyti erfitt að vera þarna einn til að byrja með en ég átti heima í íbúð með fjórum öðrum strákum og eins og flestir Bandaríkjamenn voru þeir ótrúlega opnir og skemmtilegir.“ Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hafði upphaflega samband við Aron um að leika með bandaríska landsliðinu. „Ég man þegar ég ræddi fyrst við Klinsmann þá vissi ég ekkert hvað ákvörðun ég ætlaði mér að taka, en á þeim tímapunkti hallaðist ég frekar að því að velja íslenska landsliðið. Hann hélt áfram að hringja í mig og sýndi mér gríðarlegan áhuga, hringdi oft í mig þó að enginn leikur væri framundan. Mér fór þá að líða eins og honum langaði meira að fá mig til að spila fyrir bandaríska landsliðið en þeir í kringum íslenska landsliðið. Ég ræddi við fjölskyldu mína um málið og þau styðja öll við bakið á mér. Ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig og mína fjölskyldu.“ „Það hafði mikið að segja að ég var að fara æfa undir manni sem hefur afrekað allt í knattspyrnu og getur því kennt mér að verða betri leikmaður. Maður er oftast bara með landsliðinu í 3-4 daga en Klinsmann er þannig karakter að hann getur gefið manni ráðleggingar sem nýtast manni alla ævi.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan.
Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti