Aron: Klinsmann sýndi mér meiri áhuga Stefán Árni Pálsson skrifar 15. ágúst 2013 07:45 Aron Jóhannsson lék sinn fyrsta landsleik í gær fyrir bandaríska landsliðið er það vann flottan 4-3 sigur á Bosníu-Hersegóvínu í Sarajevo. Aron kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og var staðan þá 2-2 en hinn hálf íslenski átti ágætan leik. Bosníumenn komust í 2-0 í leiknum en Aron og félagar skoruðu þá fjögur mörk í röð. Jozy Altidore skoraði þrjú mörk fyrir Bandaríkin en Aron Jóhannsson á einmitt að leysa leikmanninn af hjá hollenska liðinu AZ Alkmaar. „Ég fæddist í Mobile, Alabama, í suðurríkjum Bandaríkjanna,“ sagði Aron Jóhannsson, leikmaður bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, í viðtali við bandaríska knattspyrnusambandið. „Foreldrar mínir voru í námi í Bandaríkjunum þegar ég fæddist en þau eru bæði frá Íslandi. Ég bjó þar fyrstu þrjú ár ævi minnar þar til ég fluttist til Íslands,“ sagði Aron en að hans sögn fór fjölskyldan hans í frí til Bandaríkjanna á hverju ári. „Við vorum aðallega á Flórída á sumrin sem er frábær staður og gott að spila golf. Það var síðan eitt sumarið þegar móðir mín var að skoða hvaða frístundir væru í boði fyrir mig að hún rakst á IMG skólann. Ég dvaldi þar í eina viku um sumarið sem var frábær tími. Eftir sumarið fór ég aftur til Íslands þar sem framundan var eitt skólaár. Þegar því var lokið var ég í heilt ár í IMG skólanum.“ IMG skólinn í Flórída er sérstaklega fyrir nemendur sem vilja leggja hart að sér í sinni íþrótt og skólinn sérhæfir sig í námi samhliða því. „Það var að vissu leyti erfitt að vera þarna einn til að byrja með en ég átti heima í íbúð með fjórum öðrum strákum og eins og flestir Bandaríkjamenn voru þeir ótrúlega opnir og skemmtilegir.“ Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hafði upphaflega samband við Aron um að leika með bandaríska landsliðinu. „Ég man þegar ég ræddi fyrst við Klinsmann þá vissi ég ekkert hvað ákvörðun ég ætlaði mér að taka, en á þeim tímapunkti hallaðist ég frekar að því að velja íslenska landsliðið. Hann hélt áfram að hringja í mig og sýndi mér gríðarlegan áhuga, hringdi oft í mig þó að enginn leikur væri framundan. Mér fór þá að líða eins og honum langaði meira að fá mig til að spila fyrir bandaríska landsliðið en þeir í kringum íslenska landsliðið. Ég ræddi við fjölskyldu mína um málið og þau styðja öll við bakið á mér. Ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig og mína fjölskyldu.“ „Það hafði mikið að segja að ég var að fara æfa undir manni sem hefur afrekað allt í knattspyrnu og getur því kennt mér að verða betri leikmaður. Maður er oftast bara með landsliðinu í 3-4 daga en Klinsmann er þannig karakter að hann getur gefið manni ráðleggingar sem nýtast manni alla ævi.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan. Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Aron Jóhannsson lék sinn fyrsta landsleik í gær fyrir bandaríska landsliðið er það vann flottan 4-3 sigur á Bosníu-Hersegóvínu í Sarajevo. Aron kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og var staðan þá 2-2 en hinn hálf íslenski átti ágætan leik. Bosníumenn komust í 2-0 í leiknum en Aron og félagar skoruðu þá fjögur mörk í röð. Jozy Altidore skoraði þrjú mörk fyrir Bandaríkin en Aron Jóhannsson á einmitt að leysa leikmanninn af hjá hollenska liðinu AZ Alkmaar. „Ég fæddist í Mobile, Alabama, í suðurríkjum Bandaríkjanna,“ sagði Aron Jóhannsson, leikmaður bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, í viðtali við bandaríska knattspyrnusambandið. „Foreldrar mínir voru í námi í Bandaríkjunum þegar ég fæddist en þau eru bæði frá Íslandi. Ég bjó þar fyrstu þrjú ár ævi minnar þar til ég fluttist til Íslands,“ sagði Aron en að hans sögn fór fjölskyldan hans í frí til Bandaríkjanna á hverju ári. „Við vorum aðallega á Flórída á sumrin sem er frábær staður og gott að spila golf. Það var síðan eitt sumarið þegar móðir mín var að skoða hvaða frístundir væru í boði fyrir mig að hún rakst á IMG skólann. Ég dvaldi þar í eina viku um sumarið sem var frábær tími. Eftir sumarið fór ég aftur til Íslands þar sem framundan var eitt skólaár. Þegar því var lokið var ég í heilt ár í IMG skólanum.“ IMG skólinn í Flórída er sérstaklega fyrir nemendur sem vilja leggja hart að sér í sinni íþrótt og skólinn sérhæfir sig í námi samhliða því. „Það var að vissu leyti erfitt að vera þarna einn til að byrja með en ég átti heima í íbúð með fjórum öðrum strákum og eins og flestir Bandaríkjamenn voru þeir ótrúlega opnir og skemmtilegir.“ Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hafði upphaflega samband við Aron um að leika með bandaríska landsliðinu. „Ég man þegar ég ræddi fyrst við Klinsmann þá vissi ég ekkert hvað ákvörðun ég ætlaði mér að taka, en á þeim tímapunkti hallaðist ég frekar að því að velja íslenska landsliðið. Hann hélt áfram að hringja í mig og sýndi mér gríðarlegan áhuga, hringdi oft í mig þó að enginn leikur væri framundan. Mér fór þá að líða eins og honum langaði meira að fá mig til að spila fyrir bandaríska landsliðið en þeir í kringum íslenska landsliðið. Ég ræddi við fjölskyldu mína um málið og þau styðja öll við bakið á mér. Ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig og mína fjölskyldu.“ „Það hafði mikið að segja að ég var að fara æfa undir manni sem hefur afrekað allt í knattspyrnu og getur því kennt mér að verða betri leikmaður. Maður er oftast bara með landsliðinu í 3-4 daga en Klinsmann er þannig karakter að hann getur gefið manni ráðleggingar sem nýtast manni alla ævi.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan.
Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira