Aron: Klinsmann sýndi mér meiri áhuga Stefán Árni Pálsson skrifar 15. ágúst 2013 07:45 Aron Jóhannsson lék sinn fyrsta landsleik í gær fyrir bandaríska landsliðið er það vann flottan 4-3 sigur á Bosníu-Hersegóvínu í Sarajevo. Aron kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og var staðan þá 2-2 en hinn hálf íslenski átti ágætan leik. Bosníumenn komust í 2-0 í leiknum en Aron og félagar skoruðu þá fjögur mörk í röð. Jozy Altidore skoraði þrjú mörk fyrir Bandaríkin en Aron Jóhannsson á einmitt að leysa leikmanninn af hjá hollenska liðinu AZ Alkmaar. „Ég fæddist í Mobile, Alabama, í suðurríkjum Bandaríkjanna,“ sagði Aron Jóhannsson, leikmaður bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, í viðtali við bandaríska knattspyrnusambandið. „Foreldrar mínir voru í námi í Bandaríkjunum þegar ég fæddist en þau eru bæði frá Íslandi. Ég bjó þar fyrstu þrjú ár ævi minnar þar til ég fluttist til Íslands,“ sagði Aron en að hans sögn fór fjölskyldan hans í frí til Bandaríkjanna á hverju ári. „Við vorum aðallega á Flórída á sumrin sem er frábær staður og gott að spila golf. Það var síðan eitt sumarið þegar móðir mín var að skoða hvaða frístundir væru í boði fyrir mig að hún rakst á IMG skólann. Ég dvaldi þar í eina viku um sumarið sem var frábær tími. Eftir sumarið fór ég aftur til Íslands þar sem framundan var eitt skólaár. Þegar því var lokið var ég í heilt ár í IMG skólanum.“ IMG skólinn í Flórída er sérstaklega fyrir nemendur sem vilja leggja hart að sér í sinni íþrótt og skólinn sérhæfir sig í námi samhliða því. „Það var að vissu leyti erfitt að vera þarna einn til að byrja með en ég átti heima í íbúð með fjórum öðrum strákum og eins og flestir Bandaríkjamenn voru þeir ótrúlega opnir og skemmtilegir.“ Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hafði upphaflega samband við Aron um að leika með bandaríska landsliðinu. „Ég man þegar ég ræddi fyrst við Klinsmann þá vissi ég ekkert hvað ákvörðun ég ætlaði mér að taka, en á þeim tímapunkti hallaðist ég frekar að því að velja íslenska landsliðið. Hann hélt áfram að hringja í mig og sýndi mér gríðarlegan áhuga, hringdi oft í mig þó að enginn leikur væri framundan. Mér fór þá að líða eins og honum langaði meira að fá mig til að spila fyrir bandaríska landsliðið en þeir í kringum íslenska landsliðið. Ég ræddi við fjölskyldu mína um málið og þau styðja öll við bakið á mér. Ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig og mína fjölskyldu.“ „Það hafði mikið að segja að ég var að fara æfa undir manni sem hefur afrekað allt í knattspyrnu og getur því kennt mér að verða betri leikmaður. Maður er oftast bara með landsliðinu í 3-4 daga en Klinsmann er þannig karakter að hann getur gefið manni ráðleggingar sem nýtast manni alla ævi.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan. Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Aron Jóhannsson lék sinn fyrsta landsleik í gær fyrir bandaríska landsliðið er það vann flottan 4-3 sigur á Bosníu-Hersegóvínu í Sarajevo. Aron kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og var staðan þá 2-2 en hinn hálf íslenski átti ágætan leik. Bosníumenn komust í 2-0 í leiknum en Aron og félagar skoruðu þá fjögur mörk í röð. Jozy Altidore skoraði þrjú mörk fyrir Bandaríkin en Aron Jóhannsson á einmitt að leysa leikmanninn af hjá hollenska liðinu AZ Alkmaar. „Ég fæddist í Mobile, Alabama, í suðurríkjum Bandaríkjanna,“ sagði Aron Jóhannsson, leikmaður bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, í viðtali við bandaríska knattspyrnusambandið. „Foreldrar mínir voru í námi í Bandaríkjunum þegar ég fæddist en þau eru bæði frá Íslandi. Ég bjó þar fyrstu þrjú ár ævi minnar þar til ég fluttist til Íslands,“ sagði Aron en að hans sögn fór fjölskyldan hans í frí til Bandaríkjanna á hverju ári. „Við vorum aðallega á Flórída á sumrin sem er frábær staður og gott að spila golf. Það var síðan eitt sumarið þegar móðir mín var að skoða hvaða frístundir væru í boði fyrir mig að hún rakst á IMG skólann. Ég dvaldi þar í eina viku um sumarið sem var frábær tími. Eftir sumarið fór ég aftur til Íslands þar sem framundan var eitt skólaár. Þegar því var lokið var ég í heilt ár í IMG skólanum.“ IMG skólinn í Flórída er sérstaklega fyrir nemendur sem vilja leggja hart að sér í sinni íþrótt og skólinn sérhæfir sig í námi samhliða því. „Það var að vissu leyti erfitt að vera þarna einn til að byrja með en ég átti heima í íbúð með fjórum öðrum strákum og eins og flestir Bandaríkjamenn voru þeir ótrúlega opnir og skemmtilegir.“ Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hafði upphaflega samband við Aron um að leika með bandaríska landsliðinu. „Ég man þegar ég ræddi fyrst við Klinsmann þá vissi ég ekkert hvað ákvörðun ég ætlaði mér að taka, en á þeim tímapunkti hallaðist ég frekar að því að velja íslenska landsliðið. Hann hélt áfram að hringja í mig og sýndi mér gríðarlegan áhuga, hringdi oft í mig þó að enginn leikur væri framundan. Mér fór þá að líða eins og honum langaði meira að fá mig til að spila fyrir bandaríska landsliðið en þeir í kringum íslenska landsliðið. Ég ræddi við fjölskyldu mína um málið og þau styðja öll við bakið á mér. Ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig og mína fjölskyldu.“ „Það hafði mikið að segja að ég var að fara æfa undir manni sem hefur afrekað allt í knattspyrnu og getur því kennt mér að verða betri leikmaður. Maður er oftast bara með landsliðinu í 3-4 daga en Klinsmann er þannig karakter að hann getur gefið manni ráðleggingar sem nýtast manni alla ævi.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan.
Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira