Erlent

Ítalía er að sökkva

Óli Tynes skrifar
Markúsartorgið í Feneyjum. Þar fer fólk nú um á vaðstígvélum.
Markúsartorgið í Feneyjum. Þar fer fólk nú um á vaðstígvélum. MYND/AP

Það eru nú ekki aðeins Feneyjar sem eiga á hættu að sökkva í sæ heldur Ítalía eins og hún leggur sig.

Raunar er Ítalía að sökkva í ferskvatn því gríðarlegar rigningar undanfarna daga hafa valdið því að ár flæða yfir bakka sína. Meðal þeirra er áin Tíber í Róm.

Vatnsborð hennar hefur hækkað um fimm metra á tveim síðustu sólarhringum. Úrkoman er slík að síðastliðinn fimmtudag einan og sér var hún meiri en meðaltalið er um allan desember mánuð.

Fjórir hafa farist í flóðunum og mörgum hverfum hefur verið lokað í Róm.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×